Vormót Fjölhreystis 2020

Vormót Fjölhreystis er liðakeppni sem reynir á þrek, styrk og liðsheild. Keppt er í 4 manna liðum í karlaflokki og kvennaflokki. Verðlaunað er í tveimur flokkum, opnum flokki og flokki 39 ára og eldri.

Skráning er hafin!

[vc_tta_tour active_section=”1″ title=”Keppnisgreinar”][vc_tta_section title=”1. æfing” tab_id=”1582808362940-a0aa840e-421c”]

Styrkur
Tímarammi: 8 mínútur

  1. Tveir keppendur hafa 4 mínútur til að ná þremur þungum framhnébeygjum (3RM Front Squat) úr rekka. Báðir keppendur reyna við æfinguna og skorið í æfingunni er samanlögð þyngsta lyfta beggja keppenda.
    Æfingastaðlar: Stöng tekin úr rekka og byrjað er í efstu stöðu. Til að endurtekning teljist gild þarf keppandi að komast niður fyrir 90° í hnébeygjunni þannig að mjaðmaskora brjóti efstu línu við hné. Keppandi þarf að rétta úr sér á fullu eftir hverja endurtekningu.
    Ef stöng dettur í gólfið má félaginn hjálpa til við að koma stönginni á rekkann aftur.
  2. Hinir tveir keppendur liðsins hafa 4 mínútur til að ná þremur þungum endurtekningum af axlapressum (3RM Shoulder 2 Overhead) úr rekka. Báðir keppendur reyna við æfinguna og skorið er samanlögð þyngsta lyfta beggja keppenda.
    Til að endurtekning teljist gild þarf að taka stöng úr rekka og byrja lyftuna með beinan líkamann og olnboga framfyrir stöng. Frjáls aðferð er við pressuna, press, push-press, push-jerk, split-jerk. Í efstu stöðu þurfa handleggir að vera útréttir að fullu, gagnaugun eru sýnileg frá hlið fyrir framan handleggi og líkaminn skal útréttur.
    Ef stöng dettur í gólfið má félaginn hjálpa til við að koma stönginni á rekkann aftur.
[/vc_tta_section][vc_tta_section title=”2. æfing” tab_id=”1582808362999-6c9dcb5c-e07a”]

AMRAP 8 mínútur
– allir gera

[/vc_tta_section][/vc_tta_tour]