Heimsmet fyrir börn – 6. febrúar 2021

0
298

Uppfært 8. febrúar: Einari tókst ætlunarverkið sitt og sló standandi heimsmet! Nýtt heimsmet Einars er 528.090 kílógrömm!!

Einar Hansberg ætlar að setja heimsmet laugardaginn 6. febrúar til að vekja fólk til umhugsunar um velferð barna. Hann ætlar sér að lyfta mestri heildar þyngd í réttstöðulyftu (deadlift) á einum sólarhring sem skráð hefur verið.

Hvar?
CrossFit Reykjavík, Faxafeni

Hvenær?
Hefst: Laugardaginn 6. febrúar kl. 12:00
Lýkur: Sunnudaginn 7. Febrúar kl. 12:00

Hvernig fylgist ég með?
Beint streymi frá viðburðinum verður á Facebook: ,,Heimsmet fyrir börn”.

Málefnið?
Með heimsmetinu vill Einar vekja okkur öll til umhugsunar um velferð barnanna okkar. Að hlusta á börnin okkar, virða skoðanir þeirra og koma fram við þau með kærleikann í fyrirrúmi og af einlægri virðingu. Þeirra rödd er ekki síður mikilvæg en okkar og hana má ekki bæla.

Frekari upplýsingar?
Einar fór í gott viðtal hjá K100 á dögunum þar sem kjarni málsins kemur fram. Hlustaðu hér

Þetta verður ekki fyrsta þrekvirkið af þessu tagi sem Einar Hansberg tekur sér fyrir hendur. Árið 2018 réri hann 500 kílómetra á Concept 2 róðravél. Þá aflaði hann fjár til styrktar Kristínar Sifjar, sem missti manninn sinn og barnsfaðir á sorglegan hátt.

Í maí 2019 gekk hann uppá Esjuna með Concept2 skíðavél sem vegur um 45kg. Þegar uppá topp var komið vann hann á vélinni í sama tíma og það tók að koma henni upp. Ekki fyrir neitt málefni, bara smá flipp 🙂

Í júní 2019 fór hann af stað með söfnun fyrir Krabbameinsfélagið á Hvammstanga, þar sem hann dró þungan sleða (prowler) 100km og gerði allskonar æfingar á tveggja tíma fresti. 

Í ágúst 2019 fór hann hringinn í kringum landið með Concept2 vélar fyrir herferð Unicef, Stöðvum feluleikinn. Markmiðið var að safna 13000 metrum á hverjum stað á vélarnar. 1 metra fyrir hvert barn sem verður fyrir ofbeldi á hverju ári. Hann endaði 8 daga ferðalag á að taka heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu.

Í desember 2019 hélt hann áfram að styðja við herferð Unicef og synti í tvo sólarhringa í sundlauginni í Varmá.

Hann hefur einnig þreytt ýmsar aðrar áskoranir, þar á meðal þríþraut á Concept 2 vélum, þ.e. 50 km á Ski Erg, 100 km á róðravél og 200 km á Bike Erg. Allt í einu rennsli.

Næsta verkefni sem bíður Einars er að toga mestu heildar þyngd í réttstöðulyftu á einum sólarhring sem nokkur maður hefur gert svo vitað sé. Markmiðið er að slá núverandi heimsmet, en það er rúmlega 520 tonn. Það ætlar hann sér að gera laugardaginn 6. febrúar í húsnæði CrossFit Reykjavík. Áætlun hans gerir ráð fyrir að lyfta 60 kg lyftingastöng að meðaltali 7 sinnum á mínútu. Til að bæta heimsmetið þarf hann að framkvæma að lágmarki 8669 strangheiðarlegar lyftur sem gerir heildar þyngdina 520.140 kg hvorki meira né minna. Markið er þó sett eitthvað hærra hjá Einari, því ef hann nær að framkvæma að meðaltali 7 lyftur á mínútu nær hann yfir 600 tonna múrinn.

Sam Murphy
Sam Murphy á núverandi heimsmet í réttstöðulyftu.

Þetta heimsmet hefur verið bætt reglulega. Bandarískur kírópraktor að nafni Kengee Ehrlich  lyfti samtals 500.457,53 kg í september 2019 og í nóvember síðastliðinn var það met slegið af breskum lyftingaþjálfara að nafni Sam Murphy sem bætti metið um 20 tonn og lyfti samtals 520.072 kg. Það má þó benda á það að met Ehrlich er skráð sem standandi heimsmet hjá Guinnes World Records en ekki met Murphy’s. Einar mun fylgja reglum Guinnes og reyna að fá sína mettilraun skráða.

Til að fá metið skráð sem Guinnes met þarf Einar að uppfylla öll skilyrðin sem þeir setja. Þar með talið er upptaka, gildar skráningar og að nota sömu stöngina allan tíman. Allar lyftur þurfa að vera gildar og tveir dómarar þurfa að sitja við skráninguna allan tíman.

Skilaboð Einars:

Draumur minn er að öll börn alist upp við ást og umhyggju. Að þau búi við öryggi og eigi sömu tækifæri óháð stöðu.
Ég ætla að setja heimsmet og tileinka það baráttunni fyrir velferð barnanna okkar og ég vil fá þig með mér í lið. Saman getum við stutt við það góða starf sem unnið er nú þegar. Það þarf ekki að kosta neitt eða taka tíma. Bros og viðurkenning gerir kraftaverk.
Horfum inná við og dreifum kærleikanum.

Facebook síða viðburðarins

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Einar Hansberg Árnason (@ehansberg)

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here