Íslandsmót í CrossFit á RIG 2020

0
103

Reykjavík International Games er íþróttaveisla sem fer fram í 13. skiptið í janúar næstkomandi.

Keppnisgreinarnar eru 18: badmington, borðtennis, dans, frjálsíþróttir, hjólreiðar, júdó, karate, keila, kraftlyftingar, listskautar, ólympískar lyftingar, rafíþróttir, skotfimi, skylmingar, skvass, sund, taekwondo og akstursíþróttir.

Að auki fer fram Íslandsmótið í CrossFit, en það hefur ekki verið haldið sl. tvö ár. Ákveðið var að nota úrslit úr CrossFit Open og bjóða efstu keppendum í hverjum flokki að taka þátt.
Keppt er í flokkunum sem voru í Open, sem eru unglingaflokkar, opinn flokkur og aldursflokkar í 35+.

Mótið mun fara fram föstudaginn 1. febrúar og laugardaginn 2. febrúar.

Sjá nánari upplýsingar um RIG á rig.is

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here