Fyrsta undankeppnis mótið af 28 fyrir CrossFit Games 2020 fór fram á Írlandi 22-24. nóvember síðastliðinn. Ragnheiður Sara var eini íslenski keppandinn í mótinu og sigraði með yfirburðum, var efst í öllum greinum. Á hæla hennar var hin norska Kristin Holte sem endaði í 2.sæti á CrossFit Games á þessu ári.
Þess má geta að Ragnheiður Sara keppti fyrir hönd Simmagym, sem er æfingaraðstaða sem hún og pabbi hennar Sigmundur eru búin að útbúa.
Hér eru helstu úrslit í kvennaflokki:
- Sara Sigmundsdottir
- Kristin Holte
- Emma McQuaid
- Andrea Solberg
- Samantha Briggs
Ragnheiður Sara var þegar búin að tryggja sér sæti á CrossFit Games 2020 þar sem hún var efst kvenna í CrossFit Open. Það þýðir að Kristin Holte fær sæti eftir þetta mót.
Sjá nánar um mótið á heimasíðu mótsins, filthy150.com