Ragga Nagli, sálfræðingur með meiru sem hefur að eigin sögn ,,nöldrað á netinu” frá árinu 2005 og gefið af sér ómældan fróðleik og dásamleg gullkorn frá þeim tíma, getur lengi á sig fjöðrum bætt. Hún sendir nú út hlaðvarpsþætti frá Kóngsins Köbenhavn þar sem hún býr undir heitinu Heilsuvarpið. Þar fjallar hún um m.a. máttarstólpa góðrar heilsu, þ.e. hreyfingu, svefn, streitustjórnun, kvíðastjórnun og hugarfar.
Hún fær til sín áhugaverða gesti í spjall sem miðla af sinni reynslu s.s. Anitu Watkins Crossfit-stöðvar eiganda, Kristján Samúelsson vaxtarræktarmann og þjálfara, Ágúst Óskast Gústafsson lækni og fleiri góða. Inn á milli miðlar Ragga af sinni þekkingu og lumar inn óborganlegum samlíkingum og gullkornum.
Heilsuvarpið er fínt áheyrnar á meðan maður tekur til heima, gefur barninu eða borða, ekur um í morgunumferðinni eða fer í göngutúr eftir kvöldmat.