Ertu búin/n að kynna þér nýju reglurnar um Leikana?

0
535

 

Forkeppnin fyrir Heimsleikana í CrossFit, þ.e. The Open er handan við hornið og margir farnir að gíra sig upp fyrir spennandi Heimsleika. Forkeppnin er opin öllum og árlega sameinast mörg hundruð þúsund keppendur í fimm vikna samfelldu Crossfit teiti þar sem ný æfing er gefin út vikulega og allir keppast við að standa sig sem best í henni. Teitinu lýkur svo í Madison, Winsconsin í byrjun ágúst.

Fjölmargar breytingar hafa orðið á reglubók Leikanna frá því í fyrra og því er ekki seinna vænna að kynna sér þær, hafi áhugasamir ekki gert það nú þegar. Helstu og markverðustu breytingarnar snúa að 1) leiðinni á Leikanna, 2) reglum um skráningarland keppenda, 3) þátttöku trans keppenda og 4) nýjar leiðir til að vinna sér inn peningaverðlaun. Þar að auki eru breyttar reglur um hvaða róðravélar skuli notaðar (BARA Concept2), kaflinn um lyfjaprófanir hefur verið uppfærður og svo framvegis.

Svona kemstu á Leikana 2019

 1. Breytt leið á Leikana Hingað til hefur aðeins verið ein leið á Leikana, þ.e. að standa sig vel í opnu forkeppninni og aðeins þeir efstu í forkeppninni unnu sér inn þátttökurétt í s.k. álfukeppni (e. Regionals). Fimm efstu karlarnir og konurnar í hverri álfukeppni komust svo áfram alla leið á Leikana.  Nú er öldin önnur og leiðirnar eru orðnar fjórar talsins. Þannig er hægt að fá miða á Leikana með því að:

a) að vera meðal 20 efstu í heiminum í forkeppninni en álfukeppnirnar heyra nú sögunni til.

b) sigra á úrtökumóti sem veitir keppnisrétt (e. CrossFit Sanctioned Event). Árið 2019 fara 15 slíkir viðburðir fram víðsvegar í heiminum, m.a. Reykjavik CrossFit Championship sem fer fram í Reykjavík í ma

c) vera í efsta sæti í forkeppnin í því landi sem keppandi keppir fyrir. Þannig fá efsti karl og efsta kona í forkeppninni í hverju landi boðsmiða á Leikana í ár svo lengi sem þau klára allar fimm æfingarnar í forkeppninni.

d) vera svo heppin/n að fá boð frá CrossFit Inc. en félaginu leyfist þar fyrir utan að bjóða fjórum einstaklingum keppnisrétt á Leikunum.

Vilji svo til að keppandi sé meðal 20 efstu í forkeppninni og einnig efstur í sínu landi, mun CrossFit Inc bæta við á 20-manna listann með því að bjóða næsta keppanda í röðinni sæti á Leikunum. Sama gildir ef keppandi hafnar boði á Leikana eða ákveður frekar að keppa frekar í liðakeppni. Hins vegar mun CrossFit Inc ekki bæta við viðbótarkeppanda neðar af listanum ef svo vill til að keppandi er bæði meðal 20 efstu  í forkeppninni og sigrar á úrtökumóti.

Þetta nýja ferli getur skapað vandkvæði, sér í lagi þar sem oft er auðveldara að vera efstur i lítlum og fámennum löndum. Af þeim sökum gæti landsmeisturum verið fækkað með einhvers konar útsláttarkeppni.

2) Breyttar reglur um skráningarland þátttakenda.

Fyrir flesta hefur þessi breyting engin áhrif þar sem þeir eru skráðir í því landi sem þeir búa, æfa og vinna. Þeir hópar munu sem munu þurfa að lesa reglurnar sérstaklega vel eru hermenn, þeir sem búa eða starfa erlendis, fólk á ferðalagi og svo framvegis. Keppendur þurfa að vera skráðir þátttekendur sama lands í gegnum allt keppnistímabilið og Leikana á enda og geta ekki skipt um skráningarland, jafnvel þó að þeir öðlist ríkisborgararétt í nýju landi eftir að fyrstu viku the Open lýkur.

Ríkisfang í lok 1. keppnisviku The Open ræður því hvaða land er rétt skráningarland en þátttakendur þurfa ekki nauðsynlega að búa á þeim stað sem þeir hafa ríkisborgararétt. Keppendur með tvöfaldan ríkisborgararétt hafa val um hvort landið þeir kjósa að keppa fyrir. Hvaða land þar sem að minnsta kosti ein CrossFit-stöð er starfrækt, getur sent keppanda á Leikana. Ef þig grunar að undantekningar í reglubókinni geti átt við þig, er góð hugmynd að renna yfir kafla 1.07, 1.08 og áfram. Röng skráning getur varðað brottrekstur úr keppninni þannig að ef reglurnar veita þér ekki skýr svör, skaltu hafa samband við support@crossfitgames.com ÁÐUR en skráningarfrestur rennur út.

3) Transeinstaklingar velkomnir á Leikana

Chloie Jonnson, CrossFit keppandi í trans-flokki

Crossfit hefur alla tíð verið þekkt fyrir að leggja áherslu á jafnrétti kynjanna. Nú hafa skipuleggjendur Leikana gengið skrefinu lengra og uppfært reglur um kyn keppenda, í því augnamiði að stuðla að jafnræði trans-keppenda og annarra. Greg Glassman greindi frá breytingunni með svohljóðandi hætti:

“In the 2019 CrossFit competitive season, starting with the Open, transgender athletes are welcome to participate in the division with which they identify,”… “This is the right thing to do. CrossFit believes in the potential, capacity, and dignity of every athlete. We are proud of our LGBT community, including our transgender athletes, and we want you here with us.” 

– Greg Glassman

Þess skal getið að árið 2018 var Russel Berger, háttsettur starfsmaður CrossFit Inc rekinn frá fyrirtækinu fyrir fordómafull ummæli í garð samkynhneigðra og transfólks á Twitter.  Greg Glassman sagði orðbragðið ógeðfellt og ítrekaði hversu ,,brjálæðislega stoltur” hann væri af hinsegin-fólki í Crossfit-samfélaginu.

Reglum um kyn keppenda er lýst í kafla 6 í reglubókinni. Þar kemur fram að keppendur megi velja hvernig þeir skrá kyn sitt. Keppendur sem vilja að skráð kyn sitt í keppninni sé annað en meðfætt kyn eða kynið sem þeir eru skráðir undir á heimasíðu Crossfit, þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði

 • Kynið sem keppandi skráir sig undir í keppninni verður að samræmast því kyni sem þeir skilgreina sig sem dagsdaglega
 • Keppandi þarf að hafa opinber gögn þar sem notast er við kynið sem hann vill skrá í keppninni, s.s. ökuskírteini, vegabréf.

Uppfylli keppandi ekki ofangreind skilyrði, er honum heimilt að framvísa læknisfræðilegum eða öðrum gögnum til að sýna CrossFit fram á að þeir skilgreini sig sem kynið sem þeir vilja keppa í.

Grein 6.03. snýr að þátttöku í keppnum öðrum en opnu forkeppninni.  Þar segir að trans menn, þ.e. keppendum sem er úthlutað kvenkyn við fæðingu en skilgreina sig sem karlkyn (FTM), verði að uppfylla ofangreind skilyrði í grein 6.02.

Kröfurnar eru ríkari í tilviki trans kvenna, þ.e. keppenda sem er úthlutað karlkyni við fæðingu en skilgreina sig sem kvenkyn (MTF). Þeir þurfa að uppfylla skilyrðin í kafla 6.02 auk eftirfarandi viðbótarskilyrða.

Þannig skulu keppendur, áður en þeir staðfesta þátttöku sína á Leikunum, tilkynna höfuðstöðvum Crossfit Inc um að þeir skilgreini sig sem kvenkyn. Ekki verður hægt að breyta þeirri yfirlýsingu í íþróttatengdum tilgangi, í fjögur ár hið minnsta.  

Keppendur verða svo að sýna fram á að testesterón-magn í blóðvökva (e. total testosterone level in serum) í blóði hafi undir tilteknum mörkum (n.t.t. 10 nmol/L) í 12 mánuði hið minnsta áður en þeir kepptu fyrst í Crossfit.  Þó hefur CrossFit Inc leyfi til að meta hvert tilvik fyrir sig. Þannig gætu komið upp dæmi þar sem 12 mánuðir þykja ekki duga til. Er þetta gert til þess að draga úr líkamlegri forgjöf í kvennakeppninni.

Heildartestesterón-magn í blóði keppenda verður að vera undir tilteknum mörkum út allt keppnistímabilið til þess að hægt sé að keppa í kvennaflokki. CrossFit er heimilt að hafa eftirlit með því að viðeigandi skilyrði séu uppfyllt og kann því að bæta við prófunum. Séu skilyrðin ekki uppfyllt, verður keppanda óheimilt að keppa í kvennaflokki í 12 mánuði. Reynist testersterón-magn í keppni yfir leyfilegum mörkum, er keppanda vikið úr keppni og þarf að skila verðlaunum. Hann getur þó kært þá ákvörðun í samræmi við reglur í kafla 6.06.

Frá þessum reglum eru þröngar undantekningar sem lýst er í grein 6.04. Þannig geta transkeppendur sem uppfylla ekki ofangreind skilyrði haldið áfram keppni við vissar aðstæður. Eins er  CrossFit Inc. í sjálfsvald sett að meta hvort krafa um 12 mánaða tímabil þar sem testesterón-magn er undir ≥ 10 nmol/L sé of íþyngjandi, þannig að styttra tímabil dugi til.

4) Fullt af nýjum peningaverðlaunum

Efstu sæti kvenna á Games 2018. 2. Laura Hovarth, 1. Tia Toomey, 3. Katrín Tanja

Nú geta atvinnumenn og -konur hugsað sér gott til glóðarinnar. Í hverri viku af þeim fimm sem forkeppnin stendur yfir fékk efsti karl og efsta kona í heiminum peningaverðlaun upp á 2,019.00 dollara. Skilyrði fyrir verðlaununum er að er að senda inn myndband af sér að framkvæma æfinguna áður en skilafrestur rennur út,

Þá verða greidd ríkuleg verðlaun fyrir efstu sætin í heildarkeppni einstaklingskeppni forkeppninnar (karlar og konur):

 • 1. sæti: $300,000
 • 2. sæti: $115,000
 • 3. sæti: $75,000
 • 4. sæti $50,000
 • 5-8. sæti: $35,000, $30,000, $27,000 and $25,000, respectively
 • 9-20. sæti: $23,000, $21,000, $18,000, $16,000, $15,000, $14,000, $13,000, $12,000, $11,000, $10,000, $9,000 and $8,000, respectively

Fyrir efstu sætin í hverjum viðburði fyrir sig í einstaklingskeppni (Karlar og konur)

 • 1. sæti: $3,000
 • 2. sæti: $2,000
 • T. sæti: $1,000

Fyrir efstu sætin í Mastersflokki 35-39 ára (karlar og konur)

 • 1. sæti: $25,000
 • 2. sæti $10,000
 • 3. sæti: $5,000

Fyrir efstu sætin í Mastersflokkum 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60+  ára (karlar og konur)

 • 1. sæti: $10,000
 • 2. sæti: $5,000
 • 3. sæti: $3,000

Fyrir efstu sætin í heildarliðakeppninni (liðið deilir verðlaunum með sér)

 • 1. sæti $100,000
 • 2. sæti: $70,000
 • 3. sæti: $40,000
 • 4. sæti: $25,000²

Sjá Reglubókina: The 2019 CrossFit Ruleboo

Heimildir: Boxrox.com (greinar eftir Robbie Wild Hudson)  og Crossfit.com

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here