Haustmót Þrekmótaraðarinnar – verðug áskorun!

0
1015

Þetta ár er 10. starfsár Þrekmótaraðarinnar.  Frá upphafi hafa verið haldin 3-4 mót á hverju ári, hvert með sinni sérstöðu.  Haustmótið nú í ár er byggt upp á 12 æfingum sem teknar eru í braut, eins konar “chipper” á CrossFit máli.

Keppt er einstaklingskeppni beggja kynja og í aldursflokkum: 18-29, 30-39, 40-49 og 50+. Einnig er keppt í parakeppni (kk+kvk) og liðakeppni (4x kk / kvk) þar sem er verðlaunað í aldursflokkum -/+ 39 ára.

Keppnin í einstaklingsflokki er eftirfarandi:

30/25 kal Assault Bike
30 Russian KB Swing 28/20 kg
30 S2OH m stöng 50/32.5 kg
30 Bar facing Burpee yfir stöng
30 Power Clean m stöng 50/32.5 kg
60 Situps
30/25 HR Pushups
30/25 kal Assault Bike
30 Thrusters 40/25 kg
30 Box Jump Over 60/50 cm
6 Veggjaklifur
30m OH Framstig m. skífu 25/15 kg

(Tímaþak í brautinni er 30 mínútur)

Sjá nánar um keppnisgreinar og æfingastaðla hér.

Það sem gerir mót Þrekmótaraðarinnar svona skemmtileg er aðallega það að flestir sem hafa einhvern grunn í æfingum sem þessum geta tekið þátt.  Þyngdum og tæknilegum kröfum er haldið töluvert neðar en tíðkast á elítu staðli.  Það geta til dæmis flestir sópað sér saman í liðakeppni þetta árið og svo sett markið hærra og keppt í para- eða einstaklingskeppni á næsta ári.

Fjölmargir hafa stigið sín fyrstu skref í íþróttakeppnum á mótum Þrekmótaraðarinnar.  Mótin hafa líka gefið heimsklassa keppendum færi á að fá keppnisreynslu sem hefur hjálpað þeim mikið á stærri mótum.  Má þar meðal annars nefna Anníe Mist, Ragnheiði Söru og Katrínu Tönju, sem allar kepptu fyrst í CrossFit á mótum Þrekmótaraðarinnar.  Þá hafa margir sett stefnuna á stærri og minni mót út í heimi með reynslu úr Þrekmótaröðinni á bakinu.

Fjölhreysti hvetur þá sem hafa áhuga að kynna sér málið nánar á heimasíðu Under Armour Þrekmótaraðarinnar. Fyrir þá sem telja sig þó ekki alveg tilbúna til að keppa núna er bæði hægt að taka þátt sem dómari á mótinu eða einfaldlega mæta frítt á mótið, keypt sér Under Armour fatnað á frábærum sérkjörum eða gæða sér á vörukynningum frá GoGo og Hreysti og fá innblástur fyrir komandi æfingaviku.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here