Gísli og Hrund – Heimsmeistarar í lyftingum!

0
1452

Síðustu daga hefur Heimsmeistaramót öldunga í lyftingum farið fram í Barcelona.  Í þetta sinn áttu Íslendingar fjóra fulltrúa sem allir stóðu sig hreint ótrúlega vel!

Gísli Kristjánsson – HEIMSMEISTARI!
Gísli gerði sér lítið fyrir og sigraði 50-55 ára flokkinn með því að snara 133kg og jafnhatta 140kg, samtals 273kg. Hann reyndi við 140kg snörun og 145kg í jafnhöttun sem hann fékk ógildar, en öruggur sigur engu að síður. Gísli er án efa reynslumesti keppandi Íslendinga í ólympískum lyftingum og býr vel að sigrinum.

Hrund Scheving – HEIMSMEISTARI!
Hrund er búin að eiga mjög gott tímabil í lyftingum undanfarið og náð hverju metinu á fætur öðru. Nú fór hún hinsvegar alla leið og tryggði sér 1.sætið á Heimsmeistaramótinu. Hún snaraði 78 kg og jafnhattaði 94 kg. Nú er stefnan sett á Ólympíuleikana 😉

Svanhildur Nanna – 3.SÆTI
Svana gerði sér lítið fyrir og snaraði 63 kg og jafnhattaði 76 kg sem tryggði henni þriðja sætið í -58kg flokknum. Stórkostlegur árangur!

Erna Héðinsdóttir – 4.SÆTI
Erna Héðinsdóttir stóð sig líka gríðarlega vel, tók 63 kg í snörun og 77 kg í jafnhöttun. Hún reyndi svo við PR (persónuleg met) í báðum lyftum sem náðust í hvorugri lyftunni. Frábær árangur hjá Ernu.

 

 

 

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here