100 dögum sterkari Daði Hrafn

0
1272

CrossFit þjálfarinn Daði Hrafn kláraði 100 daga djúp-kviðvöðva (core) áskorun í dag.  Síðustu 100 daga hefur hann birt myndband af nýrri kviðæfingu á Instagraminu sínu.  Æfingarnar hafa verið eins fjölbreyttar og þær eru margar.

Daði Hrafn var áður þjálfari í Bootcamp og CrossFit Sport á Íslandi en fluttist fyrir nokkrum árum til London þar sem hann er yfirþjálfari í CrossFit Evolving.

Fjölhreysti ákvað að taka púlsinn á Daða og spyrja hann nokkurra spurninga um árangurinn.


Afhverju 100 daga kviðáskorun?

Mig hefur langað að gera þetta í langan tíma en aldrei látið verða af því. Langaði að bæta core styrkinn og sjá hversu hugmyndaríkur ég gæti verið með æfingarnar. Ég held að það hafi tekist nokkuð vel, en þetta eru 100 mismunandi sett yfir þessa 100 daga

Var eitthvað sem kom þér á óvart í þessu ferli? ..hefurðu fundið einhvern mun á þér sem þú bjóst ekki við?

Finn mun á core styrk að sjálfsögðu, en í raun ekkert sem kom mér á óvart, kannski helst það að mér fannst þetta frekar skemmtilegt challenge allan timann.

Erfiðasti parturinn við þetta var að finna nýja æfingu á hverjum degi.

Hversu léttara er að gera æfinguna frá degi 1 núna eftir 100 daga?

Ég gerði æfinguna frá degi 1 aftur á degi 100 en gerði hana aðeins erfiðari til þess að klára þetta með stæl. En hefði kannski verið best að gera sömu æfinguna aftur frá degi 1 til þess að bera saman. Hægt að gera það bara á degi 101

Hafa margir tekið þátt í þessu með þér sem þú veist af?

Já, töluvert af fólki sem hefur sent mér skilaboð og sagt mér að þau séu að fylgja áskoruninni, og töluvett fleira af fólki sem hefur geta nýtt eitthvað af æfingunum inn í sitt æfingaprógram. Virkilega skemmtilegt að vita að fólk var að taka þátt í þessu með mér.

Ertu búinn að gera einhverja kviðæfingu í dag á degi 101?

Já! Í dag 11. ágúst á ég afmæli og eins og alla afmælisdaga þá geri ég alltaf afmælis WOD. Ég er í útilegu og þá er það bodyweight æfing. Konan mín gaf mér þyngingarvesti í afmælisgjöf og það var að sjálfsögðu nýtt!

Í dag var það..

2 umferðir af:
41 Armbeygja
41 hnébeygjur
41 uppsetur
41 burpees

Allt í 10kg vest

Geri samt ráð fyrir að gera ekkert á degi 102 ;D

Hvað er þitt helsta take-away frá þessari áskorun?

Helst það að það skiptir miklu máli að vera hugmyndaríkur þegar kemur að æfingunum, þetta hefði verið mjög leiðinleg áskorun ef ég hefði bara gert uppsetur á hverjum degi, en þar sem fjölbreytnin var til staðar að þá var þetta aldrei leiðinlegt. Skiptir líka miklu máli að æfa vöðvana frá öllum mögulegum hliðum.

Áttu uppáhalds core-æfingu?

Held að það sé klárlega settið sem ég setti inn á degi 1.

3-4 umferðir
5 uppsetur
10 hollow rock
15 atomic situps

En hef oftast repin 10/15/20

Reyna að gera eins mikið óbrotið og mögulegt er.

Alltaf hellað burn!


 

Daði er yfirþjálfari í CrossFit Evolving í London.
Fylgist með Daða á Instagram, hér gerir hann afmælisæfinguna sína:

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here