CrossFit Games 2018, dagskrá

0
364

Heimsleikarnir í Crossfit hefjast á morgun, kl 13:20, og eins hefur margoft komið fram þá er fullt af Íslendingum að keppa þannig að við höfum nóg af keppendum til að styðja.

Sýnt er frá keppninni í beinni útsendingu á https://games.crossfit.com og líklegast er best að horfa þar en einnig er útsendingin á Facebook. Tilkynningar um Facebook útsendingarnar eru í grúppunni Crossfit Games FYI (https://www.facebook.com/groups/323634888051695/ )

Varðandi dagskrána þá er líklegast best að nota Crossfit Games Event Guide App-ið (Apple: https://itunes.apple.com/is/app/crossfit-games-event-guide/id1240868782?mt=8&uo=4&ls=1&at=11lEW&ct=nr18t4 og Android: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.crossfit.games ). Það á enn eftir að tilkynna svo margar æfingar þannig að líklegast er að fá rétta dagskrá þarna. Einnig er hægt að stilla app-ið til að senda upplýsingar um allar breytingar á dagskrá. Athugið að Ísland er fimm klukkustundum á undan þannig það þarf að telja alla puttana (hjá flestum) á annarri hendi til að fá réttan tíma.

En eins og áður sagði hefst þetta á morgun með fjórum WOD-um fyrir einstaklingana. Til að skoða WOD-in er best að gera það inni á Games síðunni: https://games.crossfit.com/workouts/games/2018
Dagskráin fyrir einstaklingskeppnina er á meðfylgandi mynd. Þetta er samkvæmt appinu og er líklegast rétt fyrir morgundaginn en svo er aldrei að vita í hvaða óvæntu ævintýrum keppendur munu lenda.

Það er ekki nóg að við Íslendingar eigum sex* fulltrúa í einstaklingskeppninni á Heimsleikunum í Crossfit, sem hefjast á morgun. Við eigum einnig þrjá frábæra fulltrúa í unglingaflokkunum.

Keppnin hjá unglingunum skiptist í tvo flokka. 14 til 15 ára en þar eigum við tvo fulltrúa, þau Birtu Líf og Brynjar Ara, og 16 til 17 ára, sem Katla Björk tekur þátt í.

Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á https://games.crossfit.com/ en þó er vert að benda á að samkvæmt henni er ekki víst að allar keppnigreinar unglinganna verði í beinni.

Meðfylgjandi er dagskráin fyrir unglingana eins og hún er í app-i Heimsleikanna. 16 til 17 ára eiga frí á fimmtudeginum og 14 til 15 ára frí á föstudeginum.

*Teljum Frederik Aegidius með sem íslending 😉

 

 

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here