Betri hægðir = betri heilsa!

0
1498

Hægðir er ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug að ræða um en það er mikilvægt umræðuefni engu að síður.  Á efri árum er þetta þó algengt umræðuefni því þá eru tíð þvaglát, hægðatregða, þvagfærasýkingar og ýmis meltingakerfis-vandamál nokkuð algeng. En þá má spyrja, er það náttúrulegt og eðlilegt að fólk sé að fá þessi vandamál? Er mögulega einhver skýring á þessum kvillum sem er einfaldari en flestum dettur í hug?

“Ass-to-grass”

Einhverntíman á síðari tímum mannskepnunnar ákvað einhver snillingur að breyta náttúrulegri stöðu mannsins þegar hann losar hægðir úr því að krjúpa í djúpri hnébeygjustöðu yfir í að setjast á stól með gati á.  Þetta þótti flestum sniðug hugmynd og í vestrænum löndum í dag þykir ekkert sjálfsagðara en að hafa aðgang að postulínsstól með vatnstank til að skola afskilnaðinn burt. Þessi hönnun var þó ekki úthugsuð því hún gerir hið náttúrulega ferli hægða mun tregari en náttúrulega leiðin.  Sérfræðingar vilja meina að þessi þvingaða staða sem er á þörmunum valdi ótal heilsuvandamálum.

Ekki kyrkja ristilinn

Neðst á ristlinum er vöðvi sem kallast puborectalis. Þessi vöðvi passar að við missum ekki hægðirnar þegar við stöndum og sitjum. Vöðvinn er eins konar lykkja sem nær utan um neðsta hluta ristils. Þegar við stöndum, liggur ristillinn innan um þenna vöðva og helst lokaður. Ef við setjumst niður í 90° þá slaknar á lykkjunni að hluta til en ekki nóg til að opna ristilinn að fullu. Þegar við svo krjúpum í djúpa hnébeygju (ca 35°), færist þessi vöðvi neðar og þá slaknar alveg á ristlinum og leiðin er greið fyrir allt sem vill komast þar út.

Stórt heilsuvandamál

Ótal heilsuspillandi vandamál eru tengd við það að sitja í þessari þvinguðu ristilstöðu í #2. Þar má nefna gyllinæð, hægðatregðu, botnlangabólgu, ristilsjúkdómar, þvagfærasýkingar og ýmislegt fleira. Þetta reynir fólk að laga með því að taka inn hægðalosandi lyf til dæmis en lausnin er þó mun náttúrulegri og einfaldari.

Lausnin?

Þótt salerni sums staðar í heiminum séu bara hola í jörðinni (í raun er það besta útfærslan) þá er ekki hægt að ætlast til þess að við skiptum út klósettunum okkar fyrir slíkt. Til að komast í sömu stöðu þá er einfaldast að færa fæturnar nær setunni. Þetta má leysa með því að setja hækkun undir fæturna, já eða einfaldlega standa á setunni og krjúpa ef liðleikinn leyfir það. Margir eiga lítinn koll inná baði fyrir smáfólkið á heimilinu og nýtist hann vel í þessu tilfelli.

Einnig er hægt að sérpanta sér fótstig sem eru hönnuð fyrir akkúrat þetta sem eru borin saman á þessari heimasíðu: http://www.toiletstoolreviews.com/ 

Og hér er myndband frá Squatty Potty sem útskýrir fræðin í einföldu myndmáli:

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here