Íslensk aflraunamót í sumar – Uppfært!

0
1690

Aflraunir eru rótgróið sport hér á landi og á hverju ári fara fram nokkur föst mót.  Undanfarin ár hefur íþróttin náð að breiðast til stærri hóps og eru meðal annars orðnar hluti af þjálfunarkerfi CrossFit.

Fyrsta mót ársins var í byrjun janúar, þegar WOW Stronger, sem er CrossFit miðað mót, fór fram í annað sinn.  Í sumar eru nokkur af stærstu árlegu mótunum þar sem okkar sterkustu menn og konur munu spreyta sig.

Á Sjómannadags-helginni fara árlega fram tvö mót, bæði á laugardeginum 2. júní:

The Viking Challenge – Sterkasti maður á Íslandi
Síkáti Sjóarinn – Grindavík
Laugardaginn 2. júní kl. 14-17
Stærsta keppnin til þessa. Keppt í 4 greinum báða dagana. Fyrsta og síðasta grein dagsins verða við hátíðarsviðið, hinar við löndunarkantinn eða á götunni. Mylluganga, drumablyfta, uxaganga og trukkadráttur.
Sjá nánar: grindavik.is/sjoarinnsikati

Sterkasti maður Íslands, léttari flokkar (kk -105kg, -90kg)
Stálkonan 2018 (kvk +75kg, -75kg)
Hátíð Hafsins – Reykjavík
Laugardaginn 2. júní kl. 12-?
Sterkasti maður Íslands, léttari flokkar og Stálkonan 2018 verður haldin á Hátíð hafsins þann 2. júní á Grandagarði. Keppt verður í heðbundunum aflraunagreinum, bændagöngu, Atlas steinum, sirkuslóði, réttstöðulyftu og hleðslugrein. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Sjá nánar: hatidhafsins.is

Næst ber að nefna Sterkasti Maður Íslands, sem haldið hefur árlega síðan 1985, fer fram á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.  Venjulega hefur mótið farið fram í miðbæ Reykjavíkur, Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum og svo í Mosfellsbæ.  Hafþór Júlíus keppir alltaf á þessu móti og því einstakt tækifæri til að sjá núverandi sterkasta mann jarðarinnar taka á því!  Nánari upplýsingar verða hér á Fjölhreysti þegar nær dregur.

Önnur mót sem ber að nefna eru:

Valkyrjan 2018 17.júní. Aflraunamót fyrir sterku stelpurnar okkar.

Sterkasta kona Íslands, 28. júlí

Sterkasti fatlaði maður Íslands, 28. júlí

Vestfjarðarvíkingurinn, þar sem heljarmenni þræða alla helstu bæi Vestfjarða og taka á því.

Samsung mótið sem hefur farið fram á Selfossi á hverju sumri.

Tengt sport er svo Hálandaleikarnir, en þar er keppt í kastgreinum eftir skoskri hefð.

Íslandsmótið í Hálandaleikum, föstudaginn 8. júní kl.18:00 í Reykjavík, nánar síðar.

Allar ábendingar og fyrirspurnir mega berast okkur á fjolhreysti@fjolhreysti.is.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here