Hafþór Júlíus er sá sterkasti!

0
143

Keppnin World’s Strongest Man (WSM) fór fram í Filipseyjum í byrjun maí sem í mjög stuttu máli endaði þannig að Hafþór Júlíus Björnsson sigraði það í fyrsta sinn.  Hafþór hefur oft verið á palli, þrisvar lent í 3. sæti og þrisvar í 2. sæti svo hans tími var sannarlega kominn.

Ekki nóg með að hann hafi sigrað Sterkasta mann í heimi heldur sigraði hann líka Arnold Classic Strongman og Europes Strongest Man á þessu ári og er fyrstur allra til að ná þessum þremur titlum á sama dagatalsárinu.  Hann er vel að sigrunum kominn og er sannarlega sterkasti maður jarðarinnar í dag, og það aðeins 29 ára gamall.

Meðal mótherja Hafþórs á WSM voru hans allra sterkustu andstæðingar, Zydrunas Savickas, Brian Shaw og Eddie Hall en bæði Zydrunas og Eddie Hall drógu sig svo frá keppni vegna meiðsla.  Undankeppninni var skipt í 5 riðla og efstu keppendur allra riðla héldu áfram.  Í úrslitunum var Hafþór fyrstur eða annar í fjórum af sex greinum og sigraði því með nokkrum yfirburðum.

Hafþór Júlíus er þá orðinn þriðji íslendingurinn til að sigra Sterkasta Mann í Heimi. Fyrir voru það auðvitað þeir Jón Páll Sigmarsson og Magnús Ver Magnússon sem báðir unnu þennan titil fjórum sinnum.

Öll úrslit allra greina má sjá HÉR og nánari umfjölljun má finna á StartingStrongman.com

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here