Það er gott að setja sér æfingamarkmið reglulega og 100 daga áskoranir hafa reglulega skotið upp kollinum.
Daði Hrafn Sveinbjarnarson býr og starfar sem CrossFit þjálfari í London. Hann hefur iðkað, keppt og þjálfað CrossFit í nokkur ár og Bootcamp þar á undan og hefur því djúpan viskubrunn af æfingum í kollinum. Nú er hann með 100 daga kviðæfinga áskorun í gangi á Instagram. Þar mun hann setja inn nýja kviðæfinga rútínu á hverjum degi í 100 daga.
Við skorum á ÞIG að stökkva um borð og byrja á degi 1 strax í dag. Það hatar enginn að vera með hraunaðan sixpack á sumrin B)