Íslendingarnir á svæðamótum CrossFit Leikanna 2018

0
2115

CrossFit Games er án efa hápunktur hvers árs í CrossFit íþróttinni.  Keppnistímabilið byrjar á CrossFit Open sem er opið öllum sem vilja taka þátt og svo keppa efstu keppendur úr Open í Regionals.  Þessi svæðamót eru 9 talsins.  Evrópukeppnin fer fram næstu helgi (18-20.maí) í Berlín, Þýskalandi.

Anníe Mist á CF Games 2009

Alveg frá 2009 hefur Ísland alltaf átt keppendur á CrossFit Games og í ár verður vonandi engin undantekning á því.  Það þarf varla að taka fram að við eigum tvo tvöfalda heimsmeistara á CrossFit Games, þær Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davidsdóttur, auk Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar sem hafa náð sæti á palli.

Íslensku keppendurnir eru ekki allir skráðir í Evrópuriðilinn svo við munum ekki sjá strax hvað við náum mörgum á heimsleikana sjálfa, en allir Íslendingar sem eru gjaldgengir á Regionals í ár eru:

Anníe Mist Þórisdóttir
Katrín Tanja Davíðsdóttir (keppir á East Regional)
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir
Björk Óðinsdóttir
Sólveig Sigurðardóttir
Þuríður Erla Helgadóttir
Oddrún Eik Gylfadóttir (Meridian Regional)

Björgvin Karl Guðmundsson
Frederik Aegidius (…ok Danmörk, en samt)
Árni Björn Kristjánsson
Sigurður Þrastarson

Í ár er aðeins eitt lið frá Íslandi í undankeppninni og það er lið CrossFit XY.

Á CrossFit Games er líka keppt í aldursflokkum.  Þar höfum við átt sigurvegara í Masters flokk, hann Hilmar Harðarson, en við höfum einnig á keppanda í unglingaflokk.  Þeir sem keppa í aldursflokkum þurfa ekki að keppa á svæðamótum en þurfa þess í stað að taka þátt í svokölluðum “online qualifier” sem samanstendur af nokkrum æfingum líkt og er í Open undankeppninni.  Íslendingar eiga í ár þrjá keppendur í unglingaflokki sem hafa tryggt sér þátttökurétt á aðal mótið.  Þetta eru:

Birta Líf Þórarinsdóttir (stelpur 14-15 ára)
Brynjar Ari Magnússon (strákar 14-15 ára)
Katla Björk Ketilsdóttir (stelpur 16-17 ára)

CrossFit Games fara fram 1-5. ágúst í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum.

Hægt er að fylgjast með öllum fréttum, beinu streymi og úrslitum á games.crossfit.com

ÁFRAM ÍSLAND!

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here