Hertu þig upp! 5 áhrifavaldar

0
729

Heimurinn breytist ört með nýrri tækni og vaxandi samfélagsmiðlum. Í dag eru svokallaðir áhrifavaldar útum allt og fullt af fólki sækir áhrif þaðan. Það ætti ekki að vera handahófskennt hvaðan við sækjum áhrifin og því ætlar Fjölhreysti að benda lesendum á nokkra vel valda einstaklinga sem vert er að kynna sér.  Hér eru 5 vel valdir einstaklingar sem munu hjálpa þér að rífa þig upp og verða betri útgáfa af þér.

DAVID GOGGINS

David Goggins er af mörgum talinn vera harðasti maður í heiminum. Hann er fyrrum Navy SEAL hermaður og einn fremsti Ultra hlaupari heims auk þess að eiga heimsmetið í fjölda upphífinga á sólarhring. Óháð afrekum hans þá er hugarfarið hans eitthvað sem við höfum gott af að læra af og skilaboðin hans eru skýr – það geta allir gert og verið meira en þeir trúa sjálfir.

It’s so easy to be great nowadays because everyone else is weak.

Goggins fékk lítið af þessum afrekum í vöggugjöf. Hann átti erfiða æsku og átti í miklum vandræðum með sjálfan sig þar til einn daginn þegar hann var 28 ára gamall að hann ákvað að nóg væri komið og umbylti lífi sínu gjörsamlega og ákvað að vera harðasti maður sem Guð hefur skapað.

When you think you’re done, you’re only at 40% of your bodys ability.

Hættu að lesa bækur um hvernig þú átt að vera og farðu inn á við, lestu bókina um sjálfa/n þig. Þú getur ekki orðið besta útgáfan af sjálfum þér fyrr en þú veist hver þú ert.

Viðtal við David Goggins hjá Joe Rogan
Viðtal við David Goggins í Impact Theory
Heimasíða David Goggins
Bókin “Living with a SEAL for 31 days” eftir Jesse Itzer

JOCKO WILLINK

Eins og David Goggins, þá er bakgrunnur Jocko Willink fyrrum Navy SEAL hermaður. Hann skapaði sér gott orðspor í hernum sem einn besti flokksforingi síns tíma og innleiddi margar nýjar stjórnunaraðferðir þar. Hann og félagi hans úr hernum, Leif Babin, hafa yfirfært þessar stjórnunaraðferðir á önnur svið og hafa meðal annars verið ráðgefandi í mörgum stórum fyrirtækjum. Aðferð þeirra byggist á hugtakinu “Extreme Ownership” og gáfu þeir út bók með þeim titli.

Discipline equals freedom.

Jocko hefur undanfarin ár sprottið upp á öldur ljósvakans, bæði vegna bókarinnar og svo hlaðvarps þáttar sem hann stjórnar. Jocko er mjög dimmur og tekur umræðuna oft á staði sem við hugsum flest en ræðum lítið – ískaldur raunveruleikinn.

You must own everything in your world. There is no one else to blame.

Vandamál? – gott. Fékkst ekki stöðuhækkun? – gott. Lentirðu í slysi? – gott. Bilaði bíllinn? – gott. Hindranir gera þig sterkari, ef þú einfaldlega nærð að hugsa “gott” þegar eitthvað slæmt gerist byrjarðu að leita lausna eða annarra leiða sem á endanum munu gera þig betri. Þetta hugarfar mun gera þig hæfari í lífinu.

Podcast Jocko Willink
Hlekkur á Extreme Ownership

GARY VAYNERCHUK

Fáir frumkvöðlar í dag eru jafn duglegir að miðla óhefluðum boðskap og Gary Vee. Hann er orðinn eins konar predikari frumkvöðla og boðskapurinn nær víðar. Hann hefur óviðjafnanlega mikla orku og er gríðarlega afkastamikill í að miðla þekkingu. Hann gerir í því að ná til fylgjenda sinna og nær fljótlega að skafa burt allar afsakanir sem þeir gefa fyrir vandræðum sínum. Gary lætur verkin tala og getur auðveldlega hrifsað þig á sömu braut.

Hustle is the most important word – EVER.

Gary er beinskeittur og heiðarlegur. Hann hefur náð fáránlegri velgengni en er með báða fætur límda á jörðinni og talar þessvegna mjög beint til hlustenda sinna. Hann er mjög aðgengilegur á öllum samfélagsmiðlum.

Look at yourself in the mirror and ask yourself: What do I want to do every day for the rest of my life? Do that!

Heldurðu að frumkvöðlalífið sé bara fyrir Instagram-kynslóðina? Einmitt ekki! Því lífsreyndari sem þú ert því meira hefurðu að miðla og því meira traust mun fólk bera til þín. Frumkvöðlastarf er ekki bara “ungs-fólks-leikur” heldur eitthvað sem allir ættu að stökkva á. Ef þú neitar að nota nýja miðla eins og Snapchat, Instagram, Facebook, Twitter og allt það þá ertu einfaldlega að tapa. Það eru allir betri en flestir í einhverju.

Fylgdu Gary Vee á samfélagsmiðlunum sem þú notar.

Heimasíða Gary Vee
Hlaðvarp Gary Vee

DR. JORDAN B. PETERSON

Það eru fáir einstaklingar að hrista jafn mikið upp í staðalmyndum nútíma samfélagsins og kanadíski prófessorinn og sálfræðingurinn Dr. Jordan B. Peterson. Nýlega gaf hann út bókina “12 Rules for life: An antidote for chaos” sem byggir á 12 lífsreglum sem hann hefur kennt og talað mikið um.

Compare yourself to who you were yesterday instead of who someone else is today.

Jordan Peterson eyddi 15 árum í að skrifa upp sjálfskoðunarbókina “Maps of Meaning” þar sem lesandinn er leiddur gegnum nákvæmt ferli til að kortleggja líf sitt, taka góða naflaskoðun og setja sér mjög nákvæmt mið til framtíðar. Hugmyndafræðin hans byggist mikið upp á því að þú takir fulla og heiðarlega ábyrgð á eigin lífi og að þú mótir þína eigin framtíð.

Set your house in perfect order before you criticize the world.

Jordan Peterson er ótrúlega vel lesinn og fróður um það sem hann segir og þessvegna er mjög gaman að hlusta á viðtöl við hann (amk þegar spyrjandinn hefur eitthvað milli eyrnanna sjálfur).

Það vill svo vel til að Jordan Peterson á leið til Íslands með fyrirlestur í Hörpunni 4. og 5. júní næstkomandi. Þar gefst viðstöddum færi á að læra meira um þessar lífsreglur og spyrja hann spurninga. Hægt er að fara á selfauthoring.com og hefja leiðangurinn strax í dag.

Heimasíða Jordan Peterson
Viðtal JP við Joe Rogan
Viðtal JP við George Shapiro

ANTHONY ROBBINS

Ef það er einhver konungur í þessum geira að byggja sjálfan sig upp er það líklega Tony Robbins. Allt frá því hann gerði bókina Unleash The Giant Within árið 1991 hefur hann verið leiðandi í því að gera heiminn betri með því að efla einstaklinga og hjálpa þeim að finna það sem í þeim býr.

If you do what you’ve always done, you’ll get what you’ve always gotten.

Tony Robbins er markvisst að reyna að gera heiminn betri og hefur miðlað öllu sem hann hefur lært frá áhrifavöldum sínum og góðvinum eins og til dæmis Jim Rohn, Ray Dalio og John Wodden. Hann heldur líka reglulega helgarnámskeið sem kallast “Unleash The Power Within” sem eru umbreytandi fyrir alla sem það sækja.

If you can’t – you must! If you must, you can.

Anthony Robbins hefur verið persónulegur ráðgjafi forseta, ólympíufara, ótal forstjóra og leiðtoga í öllum geirum og er með stórt net af fólki sem vinnur við að hjálpa öðrum. Í hlaðvarpsþáttum hans tæklar hann stór viðfangsefni með þeim fremstu á sínu sviði.

Heimasíða Tony Robbins
Youtube síða Tony Robbins

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here