Spartan Race á Íslandi um helgina.

0
2359

Hindrunarhlaup (Obstacle Course Racing) er hraðast vaxandi sport í heiminum í dag, en þrátt fyrir það er þetta lítið þekkt sem keppnisíþrótt hér á Íslandi.  Stærsta mótaröðin í þessum geira er Spartan Race og nú um helgina (15-16.des) mun fara fram stærsta og sennilega erfiðasta Spartan Race til þessa.  Mótið kallast Spartan Ultra World Championship og er í hæsta erfiðleikaflokki.

Hindrunarhlaup sem þessi eru mislöng og miserfið. Hlaupin eru mislöng, allt frá 3km og uppúr. Oftast ekki lengra en 25km þó. Hindranirnar eru líka misjafnar eins og þær eru margar. Þær geta falist í að klifra yfir veggi og net, klifra kaðla, fara yfir apastiga, sveifla sér á milli hringja, skríða undir gaddavíra, gegnum rör, undir hindrun í vatni, hlaupa með sandpoka, kasta spjóti í skotmark, draga sleða, bóndaganga með þyngd og svo auðvitað  góður dass af burpees.

Spartan Ultra World Championship – Iceland.  Þessi keppni hefur átt sér langan aðdraganda, enda eru Spartan menn lengi búnir að reyna að koma með mótið hingað til lands. Þessi keppni er ólík öðrum Spartan keppnum að því leiti að hún er lengri en áður hefur verið haldið, alls 24 klst.  Brautin sjálf er ca 10 kílómetra löng með 22 hindrunum. Þessi hindrunarhringur er svo farinn eins oft og hægt er á einum sólarhring. Lágmark er að fara 5 hringi svo keppandi teljist hafa lokið mótinu, en sigurvegarinn er sá sem fer flesta hringi á þessum tíma.

Það eru ekki margir Íslendingar að keppa í 24 tíma áskoruninni, aðeins 7, en um 800 erlendir keppendur eru hér á landi til að keppa í þessu móti. Þeir koma frá Asíu, Kanada, Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi og víða frá Evrópu og Skandinavíu. Mótið hefst klukkan 12:00 á laugardeginum (15.des) og lýkur á hádegi sólarhring síðar. Mótið fer fram í nágreni Hveragerðis og er bækistöð keppenda og aðstandenda í Hamarshöllinni.

Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu frá keppninni hér:

Streymi 1 – http://sprtn.im/iceland-live1-fb

Streymi 2 – http://sprtn.im/iceland-live2-fb

Streymi 3 – http://sprtn.im/iceland-live3-fb

Úrslit í beinni: https://results.chronotrack.com/m/ctlive/#27265

Einnig er hægt að keppa í svokölluðum Sprint, eða sprett. Þá þurfa keppendur aðeins að klára einn 10km hindrunarhring á tíma. Ræst verður í tveimur hópum í þennan flokk, klukkan 14:00 á laugardeginum og kl. 06:00 á sunnudagsmorgni.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here