Íslenskir CrossFittarar keppa um milljónir í Dubai

0
1611

Nú um helgina, 13.-16. desember, fer fram Dubai Fitness Championship.  Þetta mót hefur skipað sér sess sem eitt stærsta CrossFit mót í heiminum, sérstaklega þar sem verðlaunaféð er gríðarlega hátt.

Árlega fer fram í Dubai svokallað Dubai Fitness Expo sem er í anda Arnold Classic, en þar er fjöldi íþróttaviðburða og stór Fitness sýning. Um árabil var ein af keppnisgreinunum þar þessi áðurnefnda keppni. Þá samanstóð hún af æfingum sem stundaðar eru í líkamsræktarstöðvum, svipað og Þrekmeistarinn var hér á árum áður. Undanfarin ár hefur keppnin þó mótast eftir æfingaheiminum og er orðin mjög krefjandi allsherjar CrossFit keppni.

Anníe Mist hefur keppt nokkrum sinnum á þessu móti og unnið það tvisvar. Einnig hefur Frederik Aegidius sigrað og í fyrra var það Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sem hreppti sigur í kvennaflokki.

Milljónir í boði!

Alls eru veitt 63.190.615 kr ($600.500) í peningaverðlaun á mótinu, og skiptast þau þannig:

Allir keppendur sem vinna sér inn þátttökurétt á mótinu deila með sér: 8.050.095 kr ($8.050)

Fyrir hverja æfingu á mótinu eru peningaverðlaun sem skiptast milli þeirra efstu, alls: 14.942.660 kr ($142.000)

Úrslitaveskið er svo aðal summan. Fyrir efstu þrjú sætin í báðum flokkum deilist milli keppenda: 40.197.860 kr (382.000$)

Áfram Ísland!

Íslendingar sem unnu sér inn keppnisrétt og keppa eru:

Björgvin Karl Guðmundsson
Anníe Mist Þórisdótir
Eik Gylfadóttir
Þuríður Helgadóttir
Björk Óðinsdóttir

Aðrar sleggjur sem keppa á þessu móti eru meðal annars Samantha Briggs, Kara Webb, Kristin Holte, Ben Smith og Lukas Hogberg.

Fylgist með mótinu og úrslitum á heimasíðu DFC hér.

FYLGIST MEÐ Í BEINNI Á FACEBOOK

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here