Frábær árangur á HM17 í lyftingum

0
519

Þuríður endaði í 10.sæti í -58kg flokknum á HM eftir að þrír keppendur féllu úr keppni í A-grúppu, Þuríður varð þriðja hæst evrópubúa en Rebeka Koha varð þriðja og Evanjelia Veli frá Albaníu varð áttunda.

Hún Þuríður náði frábærum árangri í -58kg flokki á heimsmeistaramótinu í lyftinum en hún lauk keppni. Þuríður fór með allar lyftur í gegn og lyfti seríunni 79kg-83kg-86kg í snörun og í jafnhendingu 97kg-103kg-108kg og bætti bæði metið í snörun um 5kg og jafnhendingu um 4kg en hún átti bæði metin.

Kuo Hsing-Chun frá Taipai vann gullverðlaun en hún er bronsverðlaunahafi frá RÍÓ 2016, gullverðlauna hafinn frá RÍÓ 2016 Sukanya Srisurat frá Tælandi vann silfur með því að lyfta 5/6 lyftum sínum en þó 15kg lægri þyngd en á ólympíuleikunum. Úrslit eru kominn inn í afreksgagnagrunninn: http://results.lsi.is/meet/heimsmeistaramot-iwf-2017

Björk Óðinsdóttir sýndi mikla keppnishörku í fjölmennri B-grúppu í -63kg flokk kvenna. Hún setti íslandsmet í snörun þegar hún snaraði 85kg í annari tilraun og tvíbætti síðan metið í jafnhendingu þegar hún lyfti 106kg í fyrstu tilraun og 109kg í annari, Björk reyndi síðan við 112kg í þriðju tilraun og sat undir þeirri þyngd en það hefði verið þyngsta jafnhending íslenskrar konu frá upphafi. Hún endaði í 7.sæti af 12 keppendum en hún var með lægsta “entry total” inn í mótið og er árangurinn því stórgóður.

Þær Aníta Líf Aradóttir og Sólveig Sigurðardóttir luku keppni á sínu fyrsta stórmóti í lyftingum í 7. og 6.sæti í B-grúppu í -69kg flokk af 8 keppendum.

Aníta opnaði á 78kg en rétt klikkaði á þeirri lyftu, lyfti henni síðan örugglega í annari tilraun en klikkaði á 81kg í þriðju tilraun.

Sólveig opnaði á 82kg sem er jafnt hennar besta á móti og klikkaði síðan 2x tæpt á 86kg.

Aníta opnaði örugglega á 100kg í jafnhendingu og Sólveig á 103kg en Sólveig náði ekki að jarka þyngdinni. Aníta fór þá í 104kg sem hún lyfti létt og Sólveig fylgdi á eftir með 104kg, Sólveig fór síðan í 108kg sem var bæting um 1kg á hennar besta árangri á móti og einnig nýtt met í flokki 23 ára og yngri í -69kg kvenna. Aníta reyndi við nýtt íslandsmet 111kg í lokatilraun en það reyndist of þungt.

Þetta mót mun fara í reynslubankann hjá þeim báðum og með þessu lýkur keppni Íslands á HM í lyftingum 2017. Heildarúrslit munu birtast í afreksgagnagrunni sambands um leið og úrslit koma á netið: http://results.lsi.is/meet/heimsmeistaramot-iwf-2017

Fréttir af heimasíðu LSÍ

Heimasíða mótshaldara, fréttir, úrslit ofl.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here