IF3 – CrossFit á Ólympíuleikana?

0
156

Fyrir stuttu voru samtökin International Functional Fitness Federation (IF3) stofnuð.

Markmið þessara samtaka er að staðla keppnis-æfingar með hið endanlega markmið að koma “functional fitness” (fjölhreysti) inn á Ólympíuleikana.  Hugmyndin er sú að samtökin gegni sama hlutverki og til dæmis Alþjóða lyftingasambandið (IWF) gegnir fyrir ólympískar lyftingar.

Þar sem starfsemin er rétt að komast í gang er nú verið að safna fjármagni og vinna að samstarfi við sem flest lönd.  Nú þegar eru margar þjóðir að raðast undir hatt IF3 og má þar nefna Svíþjóð, Bandaríkin, Kanada, Mexíkó og Puerto Rico.

Heimasíða IF3
IF3 á Facebook

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here