CrossFit Games – skráning í Open er hafin!

0
628

Hið árlega CrossFit Games “Open” er nú opið fyrir skráningu keppenda.  Open er opin undankeppni fyrir svæðamót CrossFit Games sem svo eru undankeppnir fyrir Heimsleikana (CrossFit Games) sjálfa sem fara fram í júlí.  Undankeppni sem þessi var fyrst haldin af CrossFit HQ árið 2011 en með árunum hefur flokkum fjölgað, staðlar hækkað og keppendafjöldi vaxið gríðarlega.

“The Open”, 23. feb – 27. mars

Open fer þannig fram að gefin er út ein æfing á viku í fimm vikur.  Allir skráðir þátttakendur geta svo skráð inn sitt skor og ef þeir hafa áhuga geta þeir til dæmis borið sig saman við aðra iðkendur um allan heim, í sinni stöð eða í sama landi.  Hægt er að gera æfingarnar eins og þær eru uppáskrifaðar (Rx) eða í sköluðum erfiðleikaflokki (Sc).  Efstu keppendur í opnum flokki á hverju heimssvæði öðlast svo þátttökurétt á svæðamótum en þeir sem keppa í aldursflokkum geta komist beint á Heimsleikana í sumar.

Fimm vikur | 23. febrúar – 27. mars
17.1: 23 – 27. febrúar
17.2: 2 – 6. mars
17.3: 9 – 13. mars
17.4: 16 – 20. mars
17.5: 23 – 27. mars

Skráningin hófst í dag, 12. janúar 2017 og lýkur 27.febrúar.

Meridian Regionals, 2. – 4. júní

Efstu keppendur og efstu lið (3kk + 3kvk) frá Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku taka þátt í Meridian Regionals.  Undanfarin ár hefur þetta mót farið fram í Danmörku en þetta ár verður mótið haldið á Madrid, Spáni.

Alls eru 17 svæðismót um allan heim.  40 efstu karlar og konur frá hverju svæði tryggja sér þátttökurétt í svæðismótunum, þriggja daga úrtökumót fyrir Heimsleikana í CrossFit.  5 efstu einstaklingar í karla og kvennaflokki á hverju svæði komast á Heimsleikana.  Auk þeirra komast 80 unglingar og 220 í Masters flokkum um allan heim, beint á Heimsleikana í sínum flokki.

Auk einstaklingskeppninnar fer fram liðakeppni.  Allar CrossFit stöðvar (eða box) geta skráð eitt eða fleiri lið til þátttöku frá sinni stöð.

The CrossFit Games

Hápunktur ársins í CrossFit heiminum eru sannarlega Heimsleikarnir.  Þar berjast efstu keppendur alls staðar að um titilinn “Fittest in the World” í einstaklingsflokkum og liðakeppni.  Keppnin tekur venjulega 5 daga.

Undanfarin ár hafa CrossFit Games farið fram í StubHub Center í Carson, Kaliforníu en nú munu leikarnir fara fram á nýjum og stærri vettvang, Times Union Center í San Antonio, Texas.

Keppnisflokkar 2017

Opinn flokkur.

Liðakeppni (3 karlar + 3 konur).

Unglingaflokkar

  • 14-15 ára
  • 16-17 ára

Masters-flokkar

  • 35-39 ára  (NÝR FLOKKUR)
  • 40-44 ára
  • 45-49 ára
  • 50-54 ára
  • 55-60 ára
  • 60+ ára

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á heimasíðu CrossFit Games:

games.crossfit.com

 

 

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here