Ebba Karen gerir það gott í Ladies Open í Danmörku

0
1841

Ebba Karen Garðarsdóttir, Crossfittari og ólý-lyftingakona býr i Danmörku þar sem hún vinnur við birgðastýringu hja á IKEA auk þess að þjálfa hjá Crossfit Copenhagen og búa til prógrömin fyrir stöðina. Hún hefur að undanförnu minnkað Crossfittið verulega og hefur frá því í haust skipt alfarið yfir í lyftingar. Að eigin sögn æfir hún Crossfit sér eingöngu til skemmtunar.

Ebba Karen býr, æfir, þjálfar og vinnur í Danmörku

 

 

Síðastliðna helgi tók hún þátt í Ladies Open sem fór fram í Slagelse í Danmörku. Um er að ræða lyftingamót eingöngu fyrir konur en það hefur verið haldið árlega síðan 2013. Ebba Karen keppir fyrir klúbbinn IK99 og þjálfarinn hennar heitir Karina Hauge.

,,Þetta er mjög góður vettvangur fyrir byrjendur sem eru að taka sín fyrstu skref en reynsluboltarnir mæta líka til leiks,” útskýrir Ebba. ,,Mótið í ár var það stærsta hingað til en um 40 konur voru skráðar til leiks, allt frá 14 til 50 ára, og samkeppnin var ansi hörð í flestum flokkum. Þetta var fyrsta mótið þar sem keppt var í -90 og +90kg flokki og þar skiptust þær á að setja dönsk met í hverri lyftu. Það var virkilega gaman að sjá.”

Þá bendir hún á að nokkrir keppendur á Ladies Open hafi keppst við að ná lágmörkum á stærri mót, bæði í opnum flokki og masters og að það  hafi lukkast hjá einhverjum þeirra.

En hvernig gekk Ebbu sjálfri? ,,Mér gekk bara mjög vel. Það vill svo til að ég var í lang fámennasta flokknum en við vorum bara fjórar skráðar til leiks. Það var ansi lítill munur á okkur en ég var einungis 1 kg frá bronsi og 3 kg frá silfri. Ég endaði á að lyfta 46/68 með 5 gildar lyftur af 6.”  Þess skal getið að 46/68 þýðir 46 kg í snatch og 68 kg í clean&jerk.

 

Ebba í action

Aðspurð hvaða væntingar hún hafi haft í upphafi móts, segir hún hafa stillt væntingum í algjört hóf. ,,Þetta átti fyrsti og fremst að vera gaman enda var þetta er fyrsta mótið mitt í næstum tvö ár og fyrsta mótið mitt síðan ég skipti alfarið yfir í lyftingar. Ég og þjálfarinn minn lögðum upp með að halda þyngdunum niðri og ná 6 gildum lyftum sem væru 100% öruggar, auk þess að negla þá tæknilegu og andlegu hluti sem við höfum unnið með síðan í september.”

Ebba ásamt öðrum keppendum frá IK99. Ljóshærða konan við hlið Ebbu er þjálfari hennar, Karina Hauge. 

 

Hún kveðst ætla að halda áfram að vinna í tækninni. ,,Í haust byrjaði ég algjörlega á núllpunkti varðandi tækni svo ég á enn langt í land að ná tökum á því,” útskýrir hún og bætir við: ,,Næstu vikur verða líka mjög þéttsetnar en það eru mörg mót á döfinni hjá mér. Ég mun keppa á danska meistaramótinu fyrir byrjendur þann 4. febrúar næstkomandi og ég kem einnig til íslands á Íslandsmótið þann 18. febrúar. Ef æfingar ganga vel samhliða þessum mótum mun ég keppa á stóra danska meistaramótinu þann 25. febrúar.”

Það er ljóst að febrúar verður mjög annasamur mánuður hjá Ebbu en við hlökkum til að fylgjast með henni áfram.

Hægt er að fylgjast með Ebbu á Instagram en hún er með aðganginn  /ebbakaren

 

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here