Niðurstöður könnunar – giskaðir þú rétt?

0
769
Bjarni / Basi Ljósmyndir

Fjölhreysti setti í loftið könnun um hver myndi sigra NIKE Iceland Throwdown í opnum flokki.  Það kom svo á daginn að nokkrir öflugir keppendur drógu sig úr keppni og svo kom úrskurður CFSÍ vegna lyfjaprófa, því skekkjast niðurstöður könnunarinnar svolítið.

Í kvennaflokki fékk Þuríður Erla afgerandi meirihluta atkvæða til sigurs, 84.5%.  Tæplega 40% fannst líklegast að Anna Hulda myndi enda í öðru sæti sem einnig fékk næst flest atkvæði um efsta sætið.  Jakobína ákvað að draga sig í hlé frá mótinu en hún fékk næst flest atkvæði um annað sætið, 17%.  Næst á eftir henni var Sólveig Sigurðardóttir með tæp 15% ágiskan.

Þrátt fyrir ófyrirséðar breytingar breytti því ekki að nokkrir giskuðu rétt á sigurvegara mótsins.  Eins og sjá má á niðurstöðunum voru flestir sem giskuðu á að Björgvin Karl myndi sigra opinn flokk karla, eða alls 80%.  Björgin ákvað þó að keppa ekki þar sem hann var nýkominn heim frá Kanada þar sem hann var að keppa fyrir hönd Evrópu og fer svo aftur eftir rúmlega viku til Dubai að keppa. Flestir töldu svo að Hinrik Ingi myndi ná öðru sæti, alls 41%.  Margir töldu líklegt að Þröstur Ólason myndi þó lenda í öðru sæti, en hann dró sig líka úr keppni.  Jakob Magnússon dró sig einnig úr keppni vegna meiðsla skv. heimildum Fjölhreystis.

Davíð Björnsson, Þröstur Ólason og Hilmar Arnarson fengu svo 3 atkvæði hver á sigursætið en þessir þrír fengu fleiri atkvæði um annað sætið.  12% töldu að Þröstur lenti í öðru sæti og 10% veðjuðu á Davíð Björnsson.  Það fór þó svo að Davíð Björnsson endaði í þriðja sæti eftir mótið en endaði þó sem sigurvegari Nike Iceland Throwdown vegna úrskurðar CFSÍ vegna lyfjaprófa.

Sem fyrr segir voru flestir sem giskuðu rétt í kvennaflokki, alls 38% völdu Þuríði Erlu í 1.sæti og Önnu Huldu í 2.sætið.  Af þessum 83 nöfnum var dregið af handahófi og sigurvegarinn er:

GUNNAR LEIFSSON

Í karlaflokki voru aðeins þrír sem giskuðu rétt á efsta sætið og því þurfti ekki að bera saman annað sætið.  Sigurvegarinn í þessum flokki er:

BERGLIND ÓMARSDÓTTIR

Í verðlaun fá þau sitthvora inneignina hjá NIKE VERSLUN að upphæð 10.000 kr

Alls tóku 223 þátt í könnuninni.  60% þeirra sem kusu voru stelpur, 40% strákar.  Fjölhreysti þakkar öllum sem tóku þátt.

Hér eru niðurstöðurnar í myndmáli:

fj-konnun-thrwdwn16-2skk fj-konnun-thrwdwn16-1skk fj-konnun-thrwdwn16-2skvk fj-konnun-thrwdwn16-1skvk

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here