Yfirlýsing frá CFSÍ

0
948

Nike Iceland Throwdown lauk í dag eftir fjögurra daga keppni.

CrossFit Samband Íslands gaf út yfirlýsingu í kjölfar lyfjaprófa Lyfjaeftirlits Íslands:

27. nóvember 2016

Yfirlýsing CrossFit Sambands Íslands og eigenda CrossFit stöðva á Íslandi

Í ljósi niðurstöðu við framkvæmd lyfjaprófa á nýafstöðnu Íslandsmóti í CrossFit þá hefur verið tekin ákvörðun um að svipta Hinrik Inga Óskarsson fyrsta sætinu og þar með Íslandsmeistaratitlinum í opnum flokki karla 2016. Eins hefur verið ákveðið að svipta Berg Sverrisson öðru sætinu í opnum flokki karla. Við lyfjaprófun þá telst niðurstaða úr prófum þeirra beggja jákvæð þar sem þeir neita að gefa sýni til prófunar. Það hefur verið yfirlýst markmið CFSÍ að koma á skilvirku eftirliti með íslenskum CrossFit keppendum og hafa keppendur gefið samþykki sitt fyrir lyfjaprófum á meðan að keppni stendur í allt að tólf mánuði eftir að viðkomandi keppni lýkur. Það ætti því ekki að koma keppendum og né öðrum á óvart að lyfjaprófað hafi verið í lok Íslandsmótsins í CrossFit 2016.
Það er skýr stefna CrossFit stöðva á Íslandi að vera lyfjalausar stöðvar og fordæma alla notkun á ólöglegum lyfjum. Hinrik Ingi Óskarson og Bergur Sverrisson eru hér með útilokaðir frá öllum CrossFit mótum á vegum CFSÍ og CrossFit stöðvum á Íslandi næstu tvö árin.

CrossFit Samband Íslands
CrossFit Akureyri
CrossFit Austur
CrossFit Eyjar
CrossFit Grandi 101
CrossFit Hamar
CrossFit Hafnarfjörður
CrossFit Hengill
CrossFit Katla
CrossFit Reykjavík
CrossFit Sport
CrossFit Suðurnes
CrossFit XY
CrossFit 505

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here