Evrópa sigraði CrossFit Invitationals!

0
3894

cfinvitationals16CrossFit Invitationals, sem er orðinn fastur hluti af CrossFit dagatalinu, fór fram sunnudaginn 20.nóvember í Kanada.

Fjögur lið kepptu í þessari snörpu og krefjandi liðakeppni; Bandaríkin, Evrópa, Kanada og Ástralía/Nýja-Sjáland (Pacific).  Alls voru 7 keppnisviðburðir þar sem reyndi mjög mikið á samhæfingu og liðsanda.  Keppnisgreinar má sjá hér.

Evrópuliðið, sem var 3/4 Íslendingar, var með tölfræðilega yfirburði og var spáð sigri fyrirfram og svo reyndist raunin.  Samheldnin var mikil og enginn hlekkur veikti keðjuna.  Um tíma var Pacific liðið með forrystuna en Evrópa var alltaf í efstu tveimur sætunum.  Þetta er i fyrsta sinn sem Evrópa vinnur þessa keppni, en hingað til hafa Bandaríkin tekið sigurinn heim.

Hægt er að sjá upptökur af keppninni og umfjöllun á Games.CrossFit.com

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here