Könnun: Hverjir sigra Íslandsmótið í CrossFit?

0
1584

Taktu þátt í könnun á Facebook síðu Fjölhreysti og kjóstu þann karl og þá konu sem þú telur að muni sigra NIKE Iceland Throwdown 2016.

Smelltu hér til að taka þátt:

fjolhreystifacebookbutton

 

NIKE Iceland Throwdown fer fram 24.-27.nóvember.  Allir bestu CrossFittarar Íslands munu keppa, en til að eiga keppnisrétt þurftu keppendur að taka þátt í undankeppni sem fór fram á netinu.  Efstu 40 í karla og kvennaflokkum tryggðu sér þátttökurétt á mótinu auk 10 í hverjum aldursflokk Masters.

Nú langar Fjölhreysti að opna veðbankann, sjá hvað ÞÚ lesandi góður spáir fyrir um úrslitin.  Að móti loknu munum við svo draga úr réttum svörum og verðlauna einn sem valdi réttan sigurvegara í opnum flokki kvenna og einn sem valdi rétt í opnum flokki karla.

Til að þrengja úrtakið þá er spurt um 1.sæti OG 2.sæti í karla og kvennaflokki.  Ef einhver hefur efstu tvö sætin rétt, þá sigrar sá hinn sami.  Ef enginn velur efstu tvö sætin, eða margir velja rétt efstu tvö sætin, þá er dregið af handahófi úr réttum svörum og einn hlýtur vinning fyrir hvorn flokk 🙂

Verðlaunin eru glæsieg, það er gjafabréf frá NIKE verslun.  Tveir fá verðlaun, einn fyrir rétt svar í karlaflokki og einn fyrir rétt svar í kvennaflokki.

Dregið verður úr réttum svörum í hvorum flokki. Aðeins þeir sem hafa smellt “Like” á Facebook síðu Fjölhreysti eiga möguleika á að vinna. Könnunin er opin til kl.12, föstudaginn 25.nóvember.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here