Íslendingar til keppni í Dubai

0
756

dfclogoFjöldi stórra CrossFit keppna fjölgar alltaf með hverju árinu.  Ein keppni nýtur þó alltaf vaxandi vinsælda meðal bestu CrossFittara heims – Dubai Fitness Championships, sem fer fram í Dubai 7. – 10.desember.  Mjög vegleg peningaverðlaun eru í boði fyrir efstu sætin.

Anníe Mist og Frederik Ægidus tóku þátt í Dubai Fitness Championships árið 2013, sem þá var lítið þekkt keppni meðal CrossFit samfélagsins, en þau enduðu bæði sem sigurvegarar.  Í fyrra sigraði Anníe aftur kvennaflokkinn og nú í ár ætla fleiri Íslendingar að spreyta sig á þessu sterka og skemmtilega móti.

Anníe og Frederik á palli eftir að þau sigruðu DFC árið 2013

Haldin var undankeppni á netinu til að vinna sér þátttökurétt á mótinu og fór svo að 9 keppendur frá Íslandi tryggðu sér keppnisrétt.  Í karlaflokki eru það Hinrik Ingi Óskarsson (sem endaði í 3ja sæti í undankeppninni), Björgvin Karl Guðmundsson, Þröstur Ólason, Frederik Ægidius (IS/DK) og Árni Björn Kristjánsson.  Í kvennaflokku voru það Anníe Mist Þórisdóttir (sem sigraði undankeppni kvenna), Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og Eik Gylfadóttir (IS/DK).

Fyrir utan íslensku keppendanna eru nokkur af stærstu nöfnum í CrossFit einnig skráð til leiks.  Má þar nefna Kari Pearce, Brooke Welch, Samönthu Briggs, Camille LeBlanc-Bazinet og Brook Ence í kvennaflokki. Í karlaflokki eru það meðal annarra Mathew Fraser, Lukas Högberg og Mikko Aronpää.

50000dollarsEins og áður var getið, eru verðlaunin á DFC mjög vegleg.  Í undankeppninni voru peningaverðlaun alla sem komust inn í topp 30 og tryggðu sér þátttökurétt. Upphæðirnar voru frá 85 þúsund og uppí 1 milljón krónur (750 – 9.000 $).  Í mótinu sjálfu eru svo verðlaun fyrir efstu sætin í hverri æfingu (WOD), 112.000 – 340.000 kr (1.000 – 3.000 $).  Allir sem ljúka keppni fá greiddar 112.000 krónur en fyrsta sætið hlýtur í verðlaun hvorki meira né minna en 5,6 milljónir (50.000 $).  Það er því ekki að furða að það sé eftirsóknarvert að vera með.

Þess má geta að mótið fer fram inni í verslunarmiðstöð í Dubai.  Mótið var áður í hefðbundnu “gym-challenge” formi, þar sem æfingabraut var gerð á tíma, en hefur undanfarin ár breyst í allsherjar CrossFit keppni.

Það er ljóst að graníthörð keppni er í vændum.  Við hvetjum ykkur til að fylgjast með gangi mála á heimasíðu mótsins þegar líður að móti.  Líklegt má þykja að sumir íslensku keppendanna muni ekki taka þátt í Nike Iceland Throwdown vegna þessarar keppni, en það er tæpum tveimur vikum fyrir DFC keppnina.

ÁFRAM ÍSLAND!

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here