Nick Best og Donna Moore þau sterkustu í heimi

0
241

Aflaunakeppnirnar The World’s Strongest Man Masters og The World’s Strongest Woman fóru fram síðustu helgi í Doncaster í Englandi. Hér er samantekt um keppnirnar, tekin af FloElite.com

Úrslitin urðu þau að Nick Best sigraði masters-flokk karla og Donna Moore kvennaflokkinn.

Ellefu karlar öttu kappi en fjórtán konur. Keppt var í fimm greinum, þ.e. viking press, yoke, réttstöðu, fram carry og atlas-steinum.

The World’s Strongest Master: 

Hörð samkeppni var á milli Nick Best og Mark Felix en þeir voru jafnir í fyrstu greininni, víkinga-pressu og kepptust harkalega um fyrsta sætið í hinum fjórum greinunum.

Sigurvegari í víkingapressunni var Litháinn Vidas Blekaitis sem lyfti 145 kg 24 sinnuum upp fyrir höfuð.

Önnur greinin fól í sér göngu með 420 kílóa búr, sem skellt er yfir axlirnar.  Svíinn Stefan Bergqvist gekk með búrið 20 metra á 17.14 sekúndum, sem þótti ansi gott. Nick Best rústaði því meti svo með því að klára á aðeins 9.29 sekúndum.

Þriðja greinin var réttstaða með bíl, eða bílalyfta. Lyftan var 360 kg. John Pollock lyfti 14 sinnum. Vidas Blekaidis og Nick Best lyftu henni 17 sinnum en Mark Felix bætti um betur og lyfti sömu þyngd 20 sinnum léttilega!

Sú fjórða var frame carry, sem felur í sér göngu með 420 kílóa ramma. Á þessum tímapunkti voru keppendur frekar jafnir og margir áttu í erfiðleikum, John Pollock lauk greininni á 15,62 sekúndum, Nick Best á 11.8 sekúndum og Blekaitis á aðeins 10.74. Mark Felix gerði sig líklegan til að verða á undan Blekaitis en missti svo rammann með þeim afleiðingum að Blekaitis sigraði þrautina.

Fimmta og síðasta greinin voru Atlas-steinar. Þá voru þeir Best, Blekaitis og Felix allir jafnir og eygðu möguleika á gulli.  Dennis Van Beuskom frá Hollandi lauk greininni á 38.48 sekúndum. Felix jarðaði hann með tímann 20.38. Best kláraði þá á tímanum 21.66 sekundum. Blekaitis átti þá enn möguleika á sigri. Fyrstu tveir steinarnir voru auðveldir en sá þriðji seig í og hann fann til í gömlum íþróttameiðslum í handleggnum. Varð hann því að hætta og Nick Best tók gullið í keppninni.

 The World’s Strongest Woman:

Keppnin var síðast haldin fyrir þremur árum en sumir keppendurnir höfðu engu gleymt.

Mjótt var á mununum rétt fyrir lokagreinina en hin enska Donna Moore innsiglaði sigur sinn með flottri frammistöðu í atlas-steinunum.

Greinarnar voru fimm talsins, rétt eins og hjá körlunum.

Í fyrstu greininni, víkinga-pressu, var hin ukraínska Lidia Gynko í öðru sæti en hún lyfti keppnisþyngdinni (sem greinarhöfundur finnur ekki hver var) 14 sinnum. Kristen Rhodes sigraði greinina með 17 lyftum.

Þyngdin í yoke þ.e. búra-gangan, var 250 kíló, sem virtist létt í meðförum margra keppenda. Kristen Rhodes hljóp í gegnum brautina á ótrúlegum 9.57 sekúndum og landaði sigri, Brooke Sousa sem er nýliði í keppinni var önnur  með tímann 10.59 og Lida Gynko var þriðja með tímann 10,78 sekúndur. Allir keppendur náðu að klára, fyrir utan Kiki Berli-Johnssen sem þurfti að hætta keppni vegna meiðsla.

Réttstaða var þriðja greinin . Opnunarþyngdin, 200 kíló voru ekkert mál fyrir keppendur. Allar konurnar fyrir utan eina komust upp í 270 kíló.  320 kílóa lyftan réð að lokum úrslitum en 6 keppendur réðu ekki við þá þyngd. Kraftlyftingakonan Tracey Halladays reyndi við 330 en náði ekki nægilega góðri læsingu. Donna Moore náði að læsa 330 kílóum en það dugði ekki til þar sem Anna Haarjapaa lyfti 335 kílóum og vann greinina.

Þá var komið að bóndagöngunni, sem hófst aðeins örfáum mínutum á eftir réttstöðunni.. Brautin  fól í sér 140 kílóa  gæsagöngu sem og 95 kílóa bóndagöngu en báðar göngurnar voru 20 metrar.  Keppendur voru að vonum þreyttir eftir réttstöðuna og aðeins fjórum tókst að klára þessa fjórðu og næstsíðustu þraut.  Lidiu Gynko tókst að ljúka við brautina á 29.08 sekúndum, Donna Moore var á tímanum 33,49 en Kristen Rhodes, sem hafði unnið tvær greinar, náði ekki að klára.

Úrslitin réðust ekki fyrr en í lokagreininni, atlas-steinum. Þegar hér var komið við sögu hefðu  Kristen Rhodes, Lidia Gynko, Donna Moore hin úkrainska Olga Liashchuk allar getað unnið. Liefia Ingalls, sem vegur sjálft ekki nema 77 kíló og er þar með léttasti keppandinn,  tók geyst af stað og lyfti auðveldlega fjórum steinum af fimm á örstuttum tíma.  Lokasteinninn var 140 kíló. Donna Moore var hins vegar sú eina sem náði að lyfta öllum fimm steinunum – og það á tímanum 28 sekúndum. Lidia Gynko, hennar helsti keppinautur náði ekki að lyfta 140 kílóa steininum, með þeim afleiðingum að Donna Moore var krýnd Sterkasta kona heims í fyrsta skipti. Hún á þó fleiri titla að baki, s.s. á Arnold  World Strongwoman Championships og Sterkasta kona Bretlands.

 

Úrslitin á netinu: 

Ef þú vilt horfa á keppnina, getur þú smellt á hlekkina alveg neðst á þessari síðu: http://www.floelite.com/result/9031-world-s-strongest-man-masters-world-s-strongest-woman

Hér eru svo úrslitin í heild sinni:

 

null

 

null