Sigurður Hafsteinn ætlar sér að vinna Aphrodite Games

0
199

Sigurður Hafsteinn Jónsson úr Crossfit XY, tvöfaldur keppandi á Regionals, er nú staddur úti á Kýpur að búa sig undir keppni á Aphrodite Games sem stendur yfir frá föstudeginum 23 september til sunnudagsins 25. september.  Útlit er fyrir að keppnisgreinarnar verði að minnsta kosti níu talsins. en ekki er búið að gefa þær út ennþá. Fjölhreysti tók Sigurð  spjalli.

Sigurður fékk boð um að keppa á mótinu en þetta er í fyrsta skipti sem hann keppir á því. Íslensku valkyrjurnar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Hjördís Ósk Óskarsdóttir hafa báðar unnið til verðlauna á Aphrodite Games.

Aðspurður kveðst Sigurður að keppnin leggist vel í hann. ,,Líkaminn er góður í augnablikinu og vonandi helst hann góður fram yfir keppnina,” segir hann og bætir við að markmiðið sé auðvitað að vinna mótið. Hann heldur aftur heim mánudaginn 26. september, eftir  þriggja vikna dvöl á Kýpur.

Hér eru hápunktar keppninnar frá 2014, sem er háð á ströndinni: https://www.youtube.com/watch?v=-KETOvl6hDs&feature=youtu.be

Ragnheiður Sara kemur fyrir í myndbandinu

 

Hægt er að fylgjast með Sigurði á snapchat – sjá siggihafsteinn á snappinu

Hér er heimasíða keppninnar: http://aphroditegames.pro/

og fésbókarsíða hennar: https://www.facebook.com/APHRODITEGAMES/