Tímabil haustmóta er hafið

0
280

Eftir langt og gott sumar er kominn tími til að rífa sig upp aftur. Framunand eru mót í kraftlyftingum, ólympískum lyftingum og CrossFit, bæði Íslandsmót og Norðurlandamót.

ÍM í kraftlyftingum – skráning hafin!

kraft-logoSkráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum sem fer fram þann 8. október á Seltjarnarnesi. Fyrri skráningarfrestur er til miðnættis 17. september, en svo hafa félög viku til að gera breytingar og ganga frá greiðslu keppnisgjalda. SKRÁNING HÉR

Haustmót LSÍ og NM 2016

logo-LSINú er komið að haustmóti Lyftingasambands Íslands í ólympískum. Það fer fram 17.september í CrossFit Hengli, Hveragerði. Skráningarfrestur er til 14.september.
Nánari upplýsingar má sjá á auglýsingunni hér neðst.

Norðurlandamótið í ólympískum fer svo fram 1-2.október í Lapplandi/Finnlandi. Þar verða sjö keppendur í Landsliði Íslands, 5 konur og 2 karlar. Sjá nánar hér

Íslandsmótið í CrossFit 2016

cfsi_merki23.-27.nóvember mun Íslandsmótið í CrossFit fara fram á vegum CFSÍ. Undankeppni fyrir mótið fer fram 28.september – 8.október sem öllum er heimilt að taka þátt í. Þeir keppendur sem skora hæst í undankeppninni öðlast þátttökurétt. Keppt verður í opnum flokki og “Masters” flokkum sem eru fyrir 35 ára og eldri.

haustmot16

______________________________________
Sendu okkur fréttir og ábendingar á frettir@fjolhreysti.is