Anníe og Katrín Tanja saman í liði á CrossFit Team Series 2016

0
63

Nú styttist í hina árlegu liðakeppni CrossFit HQ. Þar mætast hin ýmsu lið sem skipa tvo karla og tvær konur og etja kappi. Hefð er fyrir því að mynduð séu ofurlið, ýmist í nafni CrossFit stöðva eða styrktaraðila.

13671220_370028256454961_1001451004_nAð þessu sinni er Rouge Fitness, stærsti framleiðandi CrossFit æfingabúnaðar í heiminum, búið að setja saman svakalega sigurstranglegt lið. Liðið kallast “Team Rouge Black” og skipar íslensku stelpurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur ásamt þeim Rich Froning og Josh Bridges. Sem kunnugt er hafa bæði Anníe og Katrín sigrað CrossFit Games í tvígang. Rich Froning á fjóra slíka sigra að baki ásamt því að hafa sigrað tvisvar í liðakeppni á Games og Josh Bridges hefur margsinnis verið meðal efstu keppenda.

CrossFit Team Series fer fram í tveimur hlutum og felst í því að liðið hefur viku í senn til að ljúka nokkrum æfingum sem lið og skrá inn skorið. Fyrri vikan er núna 6-12.september og seinni vikan er 4-10.október.

Liðin mætast ekki til keppni heldur framkvæma æfingarnar á upptöku og senda inn niðurstöðurnar. Í fyrra sigraði Team Rogue Red sem samanstóð af Ben Smith, Stacie Tovar, Emily Bridgers og Paul Trembley. Þetta ár eru þau Ben, Stacie, Emily og Scott Panchik saman í liði sem heitir Team Reebok United.

Hægt er að fylgjast með fréttum og stöðu liða á games.crossfit.com

______________________________________
Sendu okkur fréttir og ábendingar á frettir@fjolhreysti.is