Hafþór annar sterkasti maður heims

0
325

Keppnin Sterkasti maður heims 2016 átti sér stað í Botswana dagana 13-20 ágúst.

Brian Shaw sigraði keppnina annað árið í röð.  Íslenski víkingurinn Hafþór Júlíus Björnsson var annar og Eddie Hall þriðji.

Keppendur komu frá fimm mismunandi heimsálfum.  Flestir keppendur konu frá Bandaríkjunum og Bretlandi eða sjö frá hvoru um sig. Þá kepptu menn frá Kanada, Nígeríu, Suður Afríku, Nýja Sjálandi, Georgíu, Ástralíu, Slóveníu, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Póllandi – að ógleymdum Hafþóri Júlíusi, sem varð í öðru sæti.

Keppt var í sex greinum, m.a. í Herkúlesar-haldi, Atlas-steinum, hnébeygju og pressum með handlóðum.

Hrikalega flott hjá Hafþóri.

Fjölmargar myndir úr keppninni má sjá á fésbókarsíðu keppninnar: https://www.facebook.com/theworldsstrongestman/