Fimmti og lokadagurinn á Heimsleikunum

0
314

Sunndagurinn 24. júlí sl. var hrikalega spennandi enda lokadagur Heimsleikana.

Greinar nr. 11-13 voru allar snöggar og fóru fram í einni æðibunu. Þetta voru handstöðuganga, sprettir og sleði.

11. grein. Handstöðuganga

280 fet eða 85,3 metra handstöðuganga. Katrín Tanja gerði þetta óbrotið á ógnarhraða eins og ekkert væri sjálfsagðara og náði þannig 1. sæti í greininni með tímann 1:33:66. Fast á hæla hennar var Kari Pearce, sem var önnur með tímann 1:33:84. Sú þriðja var Brooke Wells með tímann 1:41:70 en Emily Bridgers var fjórða með tímann 1:51:51.  Tia-Clair Toomey, sem var á þessum tímapunkti helsti keppinautur Katrínar Tönju, lenti í 17. sæti í greininni.

Hjá körlunum var Jacob Heppner fyrstur á tímanum 1;36;55, annar var Matt Fraser með 1:42:12, Scott Panchik þriðji með 1:42:66 og Noah Olsen í 4. sæti með 1:44:67.

12. grein. Sprettur – 840 fet eða 256 metra sprettur 

Greinin var örstutt og því verulega lítill munur á milli keppenda.

Tia-Clair Toomey náði sér á strik og sigraði greinina með tímann 00:47:41. Önnur var Alea Helmick með timann 00:47:68, Meg Reardon þriðja með 00:47:78 og Þuríður Erla fjórða með 00:47:96.  Þar sem Katrín Tanja lenti í 10. sæti í þessari þraut, missti hún 1. sætið í heild – a.m.k. tímabundið.

Í karlaflokki var Roy Gamboa fyrstur (00:43:84), Matt Fraser annar (00:44:11), Ben Smith 3. (00: 44:44) og Gary Helmick fjórði (00:45:06). Björgvin Karl var 8. með tímann 00:45:28.

13. grein. Sleði. 

Keppendur áttu að draga sleða 560 fet eða 171 metra – 3ja mínútna tímaþak.

Tia-Clair Toomey var einu stigi fyrir ofan Katríni Tönju áður en wodið byrjaði en þar sem hún lenti í 6. sæti í sleðadrættinum og Katrín í því fyrsta, varð Toomey  11 stigum á eftir Katríni í lok wodsins. Katrín reyndi vel á sig og fékk aðstoð við að komast burt af vellinum, skælbrosandi.

Alethea Boom slasaðist á fæti fyrr um daginn og þurfti að draga sig út úr keppni af þeim sökum. Hún tók því ekki þátt í sleðadrættinum.

Niðurstaðan hjá konunum var því þessi:

 1. Katrín Tanja á tímanum 1:38: 48
 2. Sam Briggs á tímanum 1:39:17
 3. Ragnheiður Sara á tímanum 1:44:46
 4. Lauren Fisher á tímanum 1:48:69

Garreth Fisher sigraði karlaflokkinn, með tímann 1:17:90.

Lukas Högberg var annar með tímann 1:22:58, þriðji var Christian Lucero á 1:28:45 og Rob Forte var fjórði með 1:29:32.

Tvær þrautir eftir og staðan var svona:

 

Karlar:
 1. (942) Mathew Fraser
 2. (747) Ben Smith
 3. (711) Patrick Vellner
 4. (673) Brent Fikowski
 5. (671) Jacob Heppner
 6. (662) Scott Panchik
 7. (649) Björgvin Karl Guðmundsson
Konur:
 1. (844) Katrin Tanja Davidsdottir
 2. (833) Tia-Clair Toomey
 3. (795) Ragnheiður Sara Sigmundsdottir
 4. (741) Samantha Briggs
 5. (726) Brooke Wells
 6. (674) Kari Pearce
 7. (661) Kristi Eramo
 8. (652) Kara Webb
 9. (649) Alessandra Pichelli
 10. (627) Tennil Reed
 11. (624) Kristin Holte
 12. (622) Annie Þorisdottir
 13. (592) Anna Tunnicliffe
 14. (588) Tasia Percevecz
 15. (569) Carol-Ann Reason-Thibault
 16. (535) Þuridur Erla Helgadottir

 

Grein 14. Kaðla-chipper: 

Endalokin nálgast, aðeins event 14 og 15 eftir. … Kaðla-chipperinn er svona:

 

200 metra skierg (hand-róður)

50/40 double unders – með þyngdu bandi!

200 m róður

0,4 mílu hjól (ca 700 m)

50/40 DU

200 m róður

50/40 DU

200 m skierg

90 feta (27 m)  Sleðadráttur  (310/220 pund, þ.e. 140,6 kg/99.8 kg)

 

Konurnar voru hnífjafnar en Anna Tunnicliffe sigraði greinina, örfáum sekúndubrotum á undan Chyna Cho en tímarnir þeirra voru 8:06:64 og 8:06:80. Kara Webb var þriðja, (8:21:14). Katrín Tanja fjórða (8:25:76( og Ragnheiður Sara fimmta (8:26.58). Sleðadrátturinn gekk þannig fyrir sig að keppendur áttu að tosa stafla af plötum áfram með því að toga í langt reipi. Fólk notaði mismunandi aðferðir við þetta, ýmist með stuttum og mörgum togum eða fáum stærri togum. Þyngdu sippuböndin trufluðu suma keppendur einnig en um leið og keppendur fundu réttan takt, gekk allt eins og í sögu.

Í karlaflokki sigraði Brent Fikowski með tímann 7:32:17, Cole Sager var annar með 7:48:15, Patrick Vellner var 3. með 7:54:14, Jacob Heppner var 4. með 7:55:23 en Ben Smith 5. mep 7:56:67. Matt Fraser var tíundi í greininni.

Þessi niðurstaða í karlaflokki hafði þó engin áhrif á lokaniðurstöðu Heimsleikanna, enda voru yfirburðir Mat Fraser svo miklir á þessum tímapunkti, að hann þurfti bara að klára greinina en alls ekki að vinna hana – til að verða Hraustasti maður heims. Fraser lenti í 10. sæti í chippernum en það skipti engu máli, hann var 175 stigum fyrir ofan Ben Smith eftir sleðadráttinn, þegar aðeins ein grein eftir.  Nokkuð ljóst var að Ben Smith yrði í öðru sæti en ljóst var að Patrick Vellner og Brent Fikowski þyrftu að berjast um þriðja sætið. Þá var Vellner aðeins 26 stigum á undan Fikowski.

 

Konur:

 1. (928) Katrin Tanja Davidsdottir
 2. (905) Tia-Clair Toomey
 3. (875) Ragnheiður Sara Sigmundsdottir
 4. (830) Samantha Briggs
 5. (792) Brooke Wells
 6. (738) Kara Webb
 7. (716) Kari Pearce
 8. (692) Anna Tunnicliffe
 9. (689) Alessandra Pichelli
 10. (684) Kristin Holte
 11. (683) Kristi Eramo
 12. (683) Tennil Reed
 13. (648) Annie Þorisdottir
 14. (615) Carol-Ann Reason-Thibault
 15. (604) Tasia Percevecz
 16. (588) Chyna Cho
 17. (553) Michele Letendre
 18. (539) Þuridur Erla Helgadottir
Karlar:
 1. (1002) Mathew Fraser
 2. (827) Ben Smith
 3. (799) Patrick Vellner
 4. (773) Brent Fikowski
 5. (755) Jacob Heppner
 6. (720) Scott Panchik
 7. (719) Cole Sager
 8. (675) Björgvin Karl Guðmundsson

 

 

15. Grein – Lokagreinin. Redemption.

Þessi er ekki fyrir óvana:

3 pegboard ascends – upp og niður

21 thruster með 135/85 pund, þ.e. 61,2/38,6 kg.

2 peg board

15 thruster

1 peg board

9 thruster

Kunnuleg uppsetning, ekki satt? Vissulega, en pegboard-ið er martröð margra crossfittara. Leikni keppenda á pegboard réð úrslitum um velgegni í þessari lokagrein. Aðeins tíu konur náðu að klára undir tíu mínútna tímaþakinu en 26 karlar.

Efstu konurnar í greininni voru þessar:

 1. Alexis Johnson: 7:31:34
 2. Carleen Matthees: 8:18:65
 3. Kari Pearce: 8:25:01
 4. Kristi Eramo: 8:25:13

Hjá körlunum var röðin í lokagreininni þessi:

 1. Zak Carchedi – 5:37:75
 2. Matt Fraser: 5:56:00
 3. Brent Fikowski: 6:13:64
 4. Cole Sager: 6:15:11

Ofangreind nöfn birtust ekki oft á lista yfir efstu sætin í hverri grein fyrir sig og úrslitin í lokagreininni höfðu ekki mikil áhrif á lokaniðustöðuna – fyrir utan baráttu Fikowski og Vellner um 3. sætið í karlaflokki.  Lokaniðurstaðan eftir 15 greinar var sú að Katrín Tanja var krýnd Hraustasta kona heims, annað árið í röð og Matthew Fraser Hraustasti maður heims.

Smá samantekt um karlaflokkinn: 

Fraser hafði góða forystu í keppninni allt frá upphafi og jók forskot sitt á keppinautana eftir því sem leið á keppnina. Má því segja að sigur hans hafi verið nokkuð fyrirsjáanlegur frá fyrsta degi. Lauk hann keppni með 1096 stig, vann eina grein, var sjö sinnum í öðru sætiog var að meðaltali í 5,3 sæti (samantekt FloElite.com).

Ben Smith, sigurvegari ársins 2015, var annar. Patrick Vellner í 3. og Brent Fikowski í því fjórða. Fikowski var í 3. sæti í lokagreininni og Vellner í 9. sæti en það dugði ekki til að tryggja honum bronsið.  Fikowski má samt vera sáttur með 4. sætið. Hann vann fjórar greinar, sem er met fyrir nýliða (e. rookie) á Heimsleikunum.

Björgvin Karl, sem lenti í 3. sæti í fyrra, náði 8.sæti í ár.

Þá lenti Josh Bridges í 13. sæti á Leikunum, sem  er versta frammistaða hans á Leikunum

,,I’m going to keep doing what I’m doing- always working my weaknesses and doing the best I can. That’s all you can do.” – Mat Fraser í viðtali við FloElite.com eftir Leikana 2016

Lokaúrslit karla:

 1. (1096) Mathew Fraser
 2. (899) Ben Smith
 3. (863) Patrick Vellner
 4. (861) Brent Fikowski
 5. (803) Cole Sager
 6. (800) Scott Panchik
 7. (797) Jacob Heppner
 8. (735) Björgvin Karl Guðmundsson
 9. (707) Alex Vigneault
 10. (702) Travis Mayer

Smá samantekt um kvennaflokkinn:

Lokaniðurstaðan var sú að Katrín Tanja sigraði, Tia-Clair Toomey önnur og Ragnheiður Sara þriðja. Þetta er skv. FloElite.com í fyrsta skipti í sögu Leikanna sem úrslitin í þremur efstu sætunum er nákvæmlega sú sama tvö ár í röð (!).  Á tímabili var tvísýnt um efsta sætið enda mikil samkeppni á milli Katrínar og Tiu. Þess var því beðið með mikilli eftirvæntingu að kallað yrði upp nafn sigurvegarans þegar síðasta wod-inu lauk. Þegar nafn Katrínar var lesið upp, var eins og að stórri byrði væri af henni létt og heimurinn fagnaði með henni.

“From the start of the weekend I took it one event at a time….I enjoy the whole journey. This has been incredible. I can’t put it into words.” – Katrin Tanja Davidsdottir (í viðtali við FloElite.com eftir Leikana 2016)

Lokaniðustaða kvenna:
 1. (984) Katrin Tanja Davidsdottir
 2. (973) Tia-Clair Toomey
 3. (919) Ragnheiður Sara Sigmundsdottir
 4. (874) Samantha Briggs
 5. (804) Kari Pearce
 6. (796) Brooke Wells
 7. (794) Kara Webb
 8. (767) Kristi Eramo
 9. (745) Alessandra Pichelli
 10. (738) Anna Tunnicliffe
 11. (707) Tennil Reed
 12. (696) Kristin Holte
 13. (682) Annie Þorisdottir
 14. (659) Carol-Ann Reason-Thibault
 15. (638) Tasia Percevecz
 16. (613) Michele Letendre
 17. (612) Chyna Cho
 18. (574) Jamie Hagiya
 19. (563) Þuridur Erla Helgadottir
 20. (562) Emily Abbott

…Góðar stundir