Freyja Mist með nýtt Norðurlandamet í lyftingum

0
208

Íslandsmeistarmót unglinga (U20 og U17) var haldið í öruggri umsjá Lyftingafélags Hafnarfjarðar í dag. Góður árangur náðist og féllu fjölmörg Íslandsmet, bæði í fullorðinsflokki og í yngri aldursflokkum.

FreyjaMistIslandsmeistari
Freyja Mist Ólafsdóttir

Freyja Mist Ólafsdóttir (LFR) setti Norðurlandamet U20 í snörun (88kg), jafnhendingu (106kg) og samanlögðu (194kg) í +75kg flokki. Fyrri met í snörun (84kg) og samanlögðu (186kg) voru í eigu hinnar finnsku Meri Ilmarinen sett 2011 en jafnhendingarmetið (103kg) var í Lilju Lindar Helgadóttur en það var sett 2014.

Freyja Mist var stigahæst stúlkna U20 með 227,9 sinclair stig, en stigahæst stúlka U17 var Katla Björk Ketilsdóttir (UMFN) með 189,3 sinclair stig.

Einar Ingi Jónsson (LFR) náði bestum árangri pilta er hann bætti Íslandsmet sín í 69kg flokki, bæði fullorðinna og U20, er hann snaraði 110kg og jafnhendi 139kg. Sá árangur 249kg gaf honum hæsta sinclair skor pilta 335,4 stig.

Stigahæstur pilta U17 varð Axel Máni Hilmarsson (LFR) en hann lyfti samanlagt 192kg (84kg + 108kg) í 77kg flokki og hlaut fyrir það 248,5 sinclair stig.

Heildarúrslit mótsins má finna hér: http://results.lsi.is/meet/islandsmeistaramot-unglinga-u17-og-u20-2016

Grein af heimasíðu Lyftingasambands Íslands