Dagur 4 á Heimsleikunum

0
88

Heimsleika-nostalgían heldur áfram… að þessu sinni fjöllum við um laugardaginn 23. júlí, næstsíðasta dag Heimsleikanna.

Laugardagur, dagur 4. Greinar nr. 8, 9 0g 10. 

Grein 8. Climbing Snail.

Dagurinn byrjaði með trukki, eða satt að segja snigli. Wod-ið var svona:

500 metra  hlaup

Ýta sandfylltum ,,snigli” 12 metra (40 feet)  – sjá http://www.roguefitness.com/the-snail-from-games

2x kaðlaklifur

Þuríður Erla byrjaði af krafti og var fremst í flokki. Hún sigraði heat-ið sitt og lenti í 3. sæti í greininni í heild með tímann 13:19:56 (Tímaþakið var 21 mínúta). Sam Briggs sigraði með tímann 12:30:44 og sló þannig met í greininni. Í öðru sæti var Kari Pearce með tímann 13:09:15.

Hjá körlunum sigraði Brent Fikowski með tímann 10:53: 77, annar var Patrick Vellner með tímann 11:09:97 og þriðj var Cole Sager með tímann 12:03.14. Björgvin Karl var í því 8.

Svona leit heildarstaðan út eftir 8. greinar:

Konur:
 1. (576) Samantha Briggs
 2. (550) Ragnheiður Sara Sigmundsdottir
 3. (548) Katrin Tanja Davidsdottir
 4. (540) Tia-Clair Toomey
 5. (510) Kara Webb
 6. (508) Kristi Eramo
 7. (484) Tennil Reed
 8. (456) Brooke Wells
 9. (448) Annie Þorisdottir
 10. (432) Alessandra Pichelli
 11. (416) Kari Pearce
 12. (414) Kristin Holte
 13. (408) Carol-Ann Reason-Thibault
 14. (386) Þuridur Erla Helgadottir
Karlar:
 1. (666) Mathew Fraser
 2. (528) Ben Smith
 3. (490) Patrick Vellner
 4. (480) Alex Anderson
 5. (476) Brent Fikowski
 6. (472) Josh Bridges
 7. (466) Scott Panchik
 8. (450) Alex Vigneault
 9. (436) Travis Mayer
 10. (430) Björgvin Karl Guðmundsson

Grein 9. The Separator

Aðskilnaðar-greinin, sú sem aðskilur stúlkurnar frá konunum og drengina frá mönnunum enda ekki fyrir hvern sem er að gera handstöðupressur í hringjum. Þessi skaðræðisþraut samanstendur af:

15 back squat. 165 pund fyrir konur eða 75 kgs. Hins vegar  225 pund fyrir karla eða 102 kgs,

2o burpees

6 ring handstand push ups  fyrir konur – 12 fyrir karla

18 back squat. 145 pund fyrir konur eða 65 kgs.  205 pund fyrir karla eða 93 kgs.

20 burpees

4 ring handstand push ups fyrir konur – 9 fyrir karla

21 back squat, 125 pund fyrir konur eða 57 kg.  185 pund fyrir karla eða 84.

20 burpees

2 ring handstand push ups en 6 fyrir karla

Tímaþak: 16 mín.

 

Stigatöflunni var snúið á hvolf í kvennaflokknum. Fyrrum Hraustasta kona heims. Camille Leblanc-Bazinet  var fyrst í Heat nr. 2 og átti tímann 4:28:70. Frábær tími, en hann tryggði henni aðeins 8. sætið í greininni, sem er það hæsta sem hún hafði náð í ár. Kara Webb náði góðum spretti í hnébeygjunum og burpees en náði svo bara einni handstöðupressu. Hún féll niður í 30. sæti í greininni, sem er versti árangur henni í grein í ár. Tia-Clair Toomey tók þá framúr henni en Katrín Tanja var sneggri og tók fram út Toomey. Katrín Tanja náði 2. sæti í greininni á tímanum 13:17:29, á eftir Kari Pearce sem sigraði með tímann 13:13:74. Sam Briggs lenti í 19. sæti sem lét hana falla niður í 4. sæti í heildina.

Hjá körlunum voru efstir þeir  Cole Sager (12:03), Christian Lucero (12:05) og Ben Stoneberg (12:59:54). Björgvin Karl var í því 9.

Svona voru stigin eftir 9 greinar:

 

Konur:
 1. (642) Katrin Tanja Davidsdottir
 2. (630) Ragnheiður Sara Sigmundsdottir
 3. (628) Tia-Clair Toomey
 4. (618) Samantha Briggs
 5. (566) Kristi Eramo
 6. (544) Tennil Reed
 7. (532) Brooke Wells
 8. (530) Kara Webb
 9. (516) Kari Pearce
 10. (492) Annie Thorisdottir
 11. (486) Alessandra Pichelli
 12. (466) Kristin Holte
 13. (464) Carol-Ann Reason-Thibault
 14. (454) Anna Tunnicliffe
 15. (436) Tasia Percevecz
 16. (420) Thuridur Erla Helgadottir
Karlar:
 1. (750) Mathew Fraser
 2. (570) Ben Smith
 3. (550) Patrick Vellner
 4. (544) Josh Bridges
 5. (526) Scott Panchik
 6. (506) Alex Anderson
 7. (496) Brent Fikowski
 8. (494) Jacob Heppner
 9. (494) Björgvin Karl Guðmundsson

Grein 10. 100%. 

Tíunda greinin var stutt og snörp, til þess fallin að gefa allt í botn. Aðeins 40 kassahopp (76 cm fyrir karla 61 fyrir konur) og 30 D-ball cleans (68 kg fyrir karla og 45,4 kgs fyrir konur). Greinin var varla byrjuð þegar þau fyrstu voru búin en tímaþakið var 5 mínútur, ekki meira.   Keppendur fengu að vita hver greinin væri aðeins 20 mínútum áður en hún hófst, sem hefur varla verið þægilegt.

Alessandra Picchelli sigraði með tímann 2:24.00 Tia-Clair Toomey   var í öðru með 2:28:96,   Brooke Wells þriðja með 2:31:39, Alea Helmick fjórða með 2:32:40 og Ragnheiður Sara fimmta með 2:32:87

Brent Fikowski sigraði karlaflokkinn með tímann 2:46:01. Gary Helmick var annar með tímann 2.50.21 en Cole Sager þriðji með tímann 2.51.80. Matt Fraser var í 10. æsti í greininni en fór engu að síður inn í lokadaginn efstur á stigatöflunni.

Þá var staðan þessi, rétt fyrir lokadaginn:

 

Karlar:
 1. (810) Mathew Fraser
 2. (650) Ben Smith
 3. (614) Patrick Vellner
 4. (596) Brent Fikowski
 5. (580) Scott Panchik
 6. (570) Björgvin Karl Guðmundsson

Heildarstaðan í kvennaflokki eftir 4. daginn verður sett þegar hún finnst á netinu.