Sigurvegarar í Heimsleika könnuninni

0
129

Í síðustu viku spurðum við hver myndi vinna CrossFit Games í karlaflokki og kvennaflokki. Verðlaunað er fyrir rétt svar í karlaflokki og rétt svar í kvennaflokki með góðum stuðningi frá FORMÚLA og ZERO POINT.

Niðurstöður

Alls tóku 272 þátt í könnuninni. Flestir kusu Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur í kvennaflokki og Mathew Fraser í karlaflokki. Af þeim sem völdu rétt þá voru 23 sem giskuðu á að Katrín Tanja Davíðsdóttir myndi endurheimta titilinn og 153 sem giskuðu rétt á Mathew Fraser. Aðeins 10 giskuðu rétt í báðum flokkum.

Sigurvegarar voru valdir af handahófi sem völdu rétt í hvorum flokki fyrir sig og hreppa að launum stórglæsileg verðlaun frá FORMÚLA og ZERO-POINT. Sigurvegarnir eru:

Kvennaflokkur: ELLEN STEINGRÍMSDÓTTIR

Sem hlýtur að verðlaunum kassa af FORMÚLA, sem er íslenskur alhliða æfingadrykkur og ZERO POINT compression buxur frá compression.is

Karlaflokkur: GUÐRÚN KJÆRNESTED

Sem hlýtur að verðlaunum kassa af FORMÚLA, sem er íslenskur alhliða æfingadrykkur og ZERO POINT hlífar frá compression.is

Fjölhreysti þakkar öllum sem tóku þátt í könnuninni og styrktaraðilunum fyrir verðlaunin.

Ítarlegri niðurstöður könnunarinnar má sjá hér að neðan:

konnnkvennaflokkurCFG16

konnunkarlaflokkurCFG16

Dregið var úr réttum svörum af handahófi með könnunarforritinu “Polls for Pages”