Samantekt á fyrstu tveimur dögum Heimsleikanna

0
185

Fimm daga árlegri Crossfit veislu lauk nú á sunnudaginn þegar Katrín Tanja og Matt Fraser voru krýnd Hraustasti maður og Hraustasta kona heims. Hægt var að fylgjast með keppninni í beinni á Games.crossfit.com og á sömu fésbókarsíðu en keppendur í einstaklingsflokki fóru í gegnum 15 keppnisgreinar á fimm dögum,

Hér er smá samantekt fyrir þau sem höfðu ekki tíma til að fylgjast með öllu. Heimildir eru að miklu leyti sóttar af heimasíðu FloElite.

Þessi grein er um fyrstu tvo dagana en hinir dagarnir verða teknir fyrir í næstu greinum

Fyrsta daginn, miðvikudaginn 21. júlí, var keppt í þremur greinum, þ.e. 1. utanvegarhlaupi (ranch trail run),  2. réttstöðustiga (ranch deadlift laddder) og 3. stuttum chipper (ranch mini chipper) en keppt var á búgarði í eigu foreldra Dave Castro í Aromas. 

 1. Utanvegahlaupið var 7 km.

Mathew Fraser og Sam Briggs sigruðu og hlupu á tímunum 34:10:27 og  36:08:65. Briggs vann ekki aðeins kvennaflokkinn heldur kom þriðja í mark af öllum, á eftir þeim Fraser og Josh Bridges. Svona voru efstu sætin í hlaupinu:

Menn:
 1. Mathew Fraser
 2. Josh Bridges
 3. Brent Fikowski
 4. Jacob Heppner
 5. Adrian Mundwiler
 6. Alex Vigneault
 7. Björgvin Karl Guðmundsson
Konur:
 1. Kristin Holte
 2. Kristi Eramo
 3. Katrin Tanja Davidsdottir
 4. Candice Wagner
 5. Tia-Clair Toomey
 6. Tennil Reed
 7. Þuridur Erla Helgadottir
 8. Anna Tunnicliffe
 9. Christy Adkins
 10. Ragnheiður Sara Sigmundsdottir
 11. Annie Þórisdottir

2. Réttstöðustigi 

Sam Dancer og Brooke Wells sigruðu aðra grein Leikanna en þau voru þau einu til að klára allan stigann, sem þyngdist eftir því sem á hann leið. Lokaþyngdirnar voru 615 (ca 279 kg) pund í karlaflokki og 415 (ca 188 kg)  í kvennaflokki.  Þess ber að geta að Dancer kom síðastur í mark í utanvegahlaupinu og fékk þarna gott tækifæri til að rífa sig upp. Hann komst þannig upp í 12. sæti. Það sama má segja um Wells en hún lenti í 37. sæti í hlaupinu. Eftir vasklega framgöngu í réttstöðunni, var hún komin upp í 11. sæti.

Á eftir Wells komu þær Candice Wagner og Tia Clair Toomey. Á eftir Dancer komu þeir Alex Vigneault og Lucas Parker.

Svona leit sætaröðin út eftir tvær greinar. Alex Vigneault var efstur, 34 stigum fyrir ofan Mathew Fraser. Candice Wagner var efst kvenna, 10 stigum yfir  Tia-Clair Toomey.

Menn:
 1. Alex Vigneault
 2. Mathew Fraser
 3. Alex Anderson
 4. Lucas Parker
 5. Travis Mayer
 6. Patrick Vellner
 7. Lukas Esslinger
 8. Jacob Heppner
 9. Josh Bridges
 10. Brent Fikowski
 11. Albert-Dominic Larouche
 12. Sam Dancer
 13. Spencer Hendel
 14. Lukas Högberg
 15. Travis Williams
 16. Björgvin Karl Guðmundsson
Konur:
 1. Candice Wagner
 2. Tia-Clair Toomey
 3. Samantha Briggs
 4. Alessandra Pichelli
 5. Annie Þorisdottir
 6. Tennil Reed
 7. Lauren Fisher
 8. Margaux Alvarez
 9. Ragnheiður Sara Sigmundsdottir
 10. Kristi Eramo
 11. Brooke Wells
 12. Kristin Holte
 13. Christy Adkins
 14. Christina Seeley
 15. Kari Pearce
 16. Carol-Ann Reason-Thibault
 17. Whitney Cappellucci
 18. Katrin Tanja Davidsdottir
 19. Anna Tunnicliffe
 20. Þuridur Erla Helgadottir

3. Búgarðs-chipper

Þriðja þrautin var nokkra mínútna chipper með GHD, wall ball o.fl.  Brent Fikowski kom í mark fyrstur karla á tímanum 4:14:10 og kom sér þannig upp í 3. sæti í heildarstigum. Matt Fraser var á tímanum 4:20:44. Annie Mist kom fyrst kvenna í mat á tímanum 4:28:51.  Á eftir henni var Brooke Wells á tímanum 4:52:36. Wells náði sér þannig í 6. sæti í heildarstigum eftir daginn. Annie var efst eftir daginn og Sam Briggs önnur, aðeins tveimur stigum undir Annie.

Svona var staðan eftir fyrsta daginn og þrjár þrautir:

Menn:
 1. (228) Mathew Fraser
 2. (210) Patrick Vellner
 3. (202) Brent Fikowski
 4. (200) Alex Vigneault
 5. (186) Alex Anderson
 6. (184) Travis Mayer
 7. (176) Björgvin Karl Guðmundsson
Leaderboard (Women)
 1. (232) Annie Þorisdottir
 2. (230) Samantha Briggs
 3. (218) Tia-Clair Toomey
 4. (214) Tennil Reed
 5. (206) Ragnheiður Sara Sigmundsdottir
 6. (200) Brooke Wells
 7. (190) Margaux Alvarez
 8. (186) Candice Wagner
 9. (176) Alessandra Pichelli
 10. (174) Lauren Fisher
 11. (168) Katrin Tanja Davidsdottir
 12. (152) Carol-Ann Reason-Thibault
 13. (148) Emily Abbott
 14. (142) Kristin Holte
 15. (142) Stacie Tovar
 16. (142) Kari Pearce
 17. (140) Kristi Eramo
 18. (136) Kara Webb
 19. (134) Christy Adkins
 20. (132) Whitney Cappellucci
 21. (130) Anna Tunnicliffe
 22. (128) Þuridur Erla Helgadottir

Annan daginn. fimmtudaginn 21. júlí, var keppt í einni grein, 500 metra sjósundi: 

4. 500 metra sjósund.

Sigurvegarar fjórðu greinarinnar voru Jonni Koski á tímanum 6:54:85 og Tia Clair-Toomey á tímanum  7:28:23. Þannig fór Toomey úr 3. sæti í fyrsta.  Koski komst upp í 29. sæti.
Fyrstu fimm mennirnir til að koma í mark voru Jonne Koski, Khan Porter, Brent Fikowski, Rasmus Andersen og Mathew Fraser Fyrstu fimm konurnar voru þær Tia-Clair Toomey, Kristi Eramo, Tennil Reed, Sara Sigmundsdottir og Chyna Cho.

Svona var sætaröðin eftir tvo daga af fimm:

Menn:
 1. (304) Mathew Fraser
 2. (290) Brent Fikowski
 3. (240) Alex Vigneault
 4. (228) Travis Mayer
 5. (222) Björgvin Karl Guðmundsson
Konur:
 1. (318) Tia-Clair Toomey
 2. (302) Tennil Reed
 3. (294) Samantha Briggs
 4. (290) Ragnheiður Sara Sigmundsdottir
 5. (266) Annie Þorisdottir
 6. (236) Alessandra Pichelli
 7. (236) Margaux Alvarez
 8. (234) Kristi Eramo
 9. (232) Brooke Wells
 10. (226) Katrin Tanja Davidsdottir
 11. (224) Lauren Fisher
 12. (208) Kara Webb
 13. (206) Anna Tunnicliffe
 14. (204) Carol-Ann Reason-Thibault
 15. (202) Emily Abbott
 16. (190) Candice Wagner
 17. (180) Kristin Holte
 18. (180) Chyna Cho
 19. (172) Þuridur Erla Helgadottir