Hilmar og Haraldur hafa lokið keppni á CrossFit Games

0
34

Þeir Hilmar Þór Harðarson og Haraldur Holgeirsson hafa nú lokið keppni í sínum flokkum. Hilmar keppni á sínum þriðju Games í Masters flokki 55-59 ára og Haraldur á sínum fyrstu heimsleikum í unglingaflokki 16-17 ára.

hilmarhardarsonHilmar Þór, sem sigraði sinn flokk árið 2013, lenti í því óláni að togna í baki á sinni síðustu æfingu fyrir Games hér heima og fór því út með eymsli í baki. Á fyrsta keppnisdegi voru þungar réttstöðulyftur meðal keppnisgreina auk annarra krefjandi æfinga sem gerði eymslin enn verri. Sjúkraþjálfarar og sérfræðingar á staðnum gerðu allt til að koma Hilmari í stand og hann náði að ljúka keppni þrátt fyrir meiðslin. Hann endaði í 18.sæti en sýndi þó styrk sinn best í 3ju æfingunni þar sem hann var annar.

 

haraldurholgeirssonHaraldur hefur æft af kappi í CrossFit XY og er yngsti meðlimur í MisFit Athletics keppnishópnum. Hann stóð sig vel á mótinu og náði best 5.sæti í einni æfingunni. Til að vera gjaldgengur á Games þurfti hann að vera meðal 10 efstu í CrossFit Open, en hann var 5.efstur þar, Haraldur er sannarlega búinn að stimpla sig inn sem einn af hraustustu unglingum heims!

 

 

 

Hægt er að sjá öll úrslit mótsins og allar upplýsingar á heimasíðu leikanna, games.crossfit.com

Við hlökkum til að fylgjast með þessum jöxlum berjast á CrossFit vígvellinum í framtíðinni og vonandi sjáum við þá aftur á CrossFit Games.