CrossFit Games 2016 að bresta á!

0
116

Nú styttist í uppskeruhátíð CrossFittara í heiminum, CrossFit Games. Þeir fara fram í Home Depot Center í Aromas Kaliforníu. Undanfarin 6 ára hafa Íslendingar keppt á leikunum og auðvitað er engin undanteking nú í ár.

Aðdragandinn að CrossFit Games hófst í febrúar þegar CrossFit Open byrjaði. Þá var ein æfing gefin út á viku í 5 vikur sem öllum heiminum stóð til boða að taka. Efstu einstaklingar og lið úr CrossFit Open unnu sér inn keppnisrétt á CrossFit Regionals sem eru svæðaskipt mót um allan heiminn. Frá hverju svæði (Region) fá svo 5 karlar og 5 konur keppnisrétt á Games auk 5 liða.

Þar að auki fá keppendur úr Open í unglingaflokki og eldri flokkum þátttökurétt í þeim flokkum á Games. Úr þessari miklu alþjóðlegu síu komust 6 Íslendingar áfram og eitt lið.

Kíkjum aðeins á stöðuna og hverjir keppa fyrir okkar hönd á þessu mest krefjandi íþróttamóti heimsins í dag.

Einstaklingskeppni

annie01Anníe Mist Þórisdóttir

Tvöfaldur sigurvegari CrossFit Games, árin 2011 og 2012, sú eina sem hefur náð þeim árangri. Einnig tvö silfur, árin 2010 og 2014. Anníe datt úr keppni í fyrra vegna hitaslags en kemur tvíefld til leiks í þetta skiptið.
Anníe æfir undir leiðsögn Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík.

 

 

katrintanja01Katrín Tanja Davíðsdóttir

Núverandi Hraustasta kona heims, sigraði CrossFit Games 2015. Katrín hefur áður komist á Games en var ekki í toppbaráttunni þá.
Hún keppti áður á Games 2012 og 2013 en komst ekki úr Regionals 2014.
Hún æfir nú hjá Ben Bergeron í CrossFit New England í Bandaríkjunum.

 

 

sarasigmunds01Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir

Tvöfaldur Meridian svæðismeistari (“Evrópumeistari”) og sigurvegari í mörgum stórum CrossFit mótum. Hún komst í fyrsta sinn á Games í fyrra og var hársbreidd frá því að sigra, sem hún hefði gert ef hún hefði náð betri árangri í síðustu æfingu leikanna. Hún er meðal sigurstranglegustu keppenda kvenna í ár.
Sara æfir og þjálfar í CrossFit Suðurnes.

 

thurihelga01Þuríður Erla Helgadóttir

Núverandi Íslandsmeistari kvenna í CrossFit og lyftingakona með meiru. Hún hefur fjórum (?) sinnum farið á CrossFit Games og var m.a. hluti af liði CrossFit Sport sem sigraði Evrópuleikana fyrir nokkrum árum.

Þurí æfir og þjálfar í CrossFit Sport.

 

 

bjorgvinkarl01Björgvin Karl Guðmundsson

Enginn íslenskur karlmaður hefur náð jafn miklum árangri í CrossFit eins og Björgvin Karl. Hann tók þátt í sínum fyrstu Games 2014 en var svo í yfirburðarstöðu 2015 og endaði í 3.sæti.

Björgvin Karl æfir og þjálfar í CrossFit Hengli í Hveragerði.

 

 

hilmarhardarsonHilmar Þór Harðarsson

Fyrrum Heimsmeistari í 55+ snýr aftur! Hilmar kom, sá og sigraði sinn flokk á Games 2013. Hann keppir í Masters flokki 55-59 ára.

Hilmar æfir í CrossFit Sport

 

 

 

haraldurholgeirssonHaraldur Holgeirsson

Þessi ungi og öflugi kappi er fyrsti íslenski unglingurinn til að keppa í Teens flokki CrossFit Games. Hann mun keppa í flokki 16-17 ára.

Haraldur æfir í CrossFit XY