Hefur þú heyrt um “Bio hacking”?

0
483

Það hefur orðið umbylting undanfarin ár hvað varðar leiðir til betri heilsu, meiri afkasta og betri líðan. Með nýrri tækni, lyfjaþróun og rannsóknum á líkamsstarfsemi okkar hafa komið upp ýmsar leiðir til að hjálpa okkur í þessum efnum. Orðið “biohacking” er nýlega sprottið upp í þessu samhengi.

biohacking400x400

Hin svokallaða “lífhökkun” (vegna skorts á betra hugtaki) er listin og vísindin að því að hámarka líffræðilega möguleika þína. Til að hægt sé að gera það með skilvirkum hætti þarf að afla sér þekkingar, nota ýmsa nýja tækni og hafa fúsan vilja til að gera tilraunir á sjálfum sér með markvissum hætti. Takmarkið er að losa um hömlur huga, líkama og anda og þar með bæta heilsu, auka vellíðan og auka afköst.

Það er hægt að ganga í öfga í lífhökkun eins og öðru en allir ættu að gefa þessu einhvern gaum. Þrjú dæmi um lífhökkun sem allir ættu að geta prófað:

Betri heilastarfsemi og bætt efnaskipti:
Slepptu kolvetnaríkum morgunmat og fáðu þér frekar grænan drykk eða kaffi með smjöri og MCT olíu (Bulletproof kaffi). Kynntu þér einnig kosti þess að lotu-fasta, s.s. borða bara á 8klst tímaramma yfir sólarhringinn.

Betri svefn:
Notaðu ókeypis hugbúnað sem heitir f.lux til að draga úr bláu ljósi frá tölvunni á kvöldin. Þú getur einnig notað sérstök gleraugu á kvöldin sem loka á blátt ljós (BluBlockers). Þú uppskerð meiri melatónínframleiðslu og betri svefn.

Minni streita:
Hugleiddu daglega. Notaðu ókeypis hugbúnað í síma til að hjálpa þér, t.d. Headspace eða Calm. Skoðaðu einnig Hemi-sync eða Holo-sync sem er hugleiðsluaðferð með hljóðbylgjum sem eiga að samstilla hægra og vinstra heilahvel.

Hægt er að ganga mjög langt í þessum efnum. Sumir sofa á naglarúmi eða nota hljóð og lýsingu til að breyta líðan. Hægt er að ganga með púlsmæli, m.a. til að sjá hvernig þú bregst við mat eða nota ýmis bætiefni fyrir betri líkamsstarfsemi. Fyrir suma er nóg að finna sér leið til að koma sér af stað í hreyfingu eða einfaldlega drekka nóg vatn.

Nokkur algeng markmið lífhakkara:

  • Betri skapgerð, meiri gleði/hamingja
  • Aukin afkastageta
  • Bættur svefn
  • Bætt heilsa (uppfærð heilsa)
  • Aukin framistaða í íþróttum
  • Betri andleg líðan
  • Minni streita
  • Hægari öldrun

Á hvaða sviði vilt þú helst uppfæra þig?
Afhverju að fara hefðbundnar leiðir?
Hakkaðu lífið!

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here