Skotheldur kaffibolli!

1
2754

Hreint fæði er æði!

Undanfarna áratugi hafa lífsstílstengdir sjúkdómar færst í aukana. Ein af ástæðunum fyrir því er óhjákvæmilega matarvenjur okkar. Þá hafa rök verið færð fyrir því að það sé heilbrigður valkostur að fylgja svokölluðu Paleo mataræði sem er hreint, óunnið mataræði eins og náttúran skaffar okkur, með mikið af grænmeti, kjöti, fisk, fræjum og berjum, lítið af ávöxtum, enginn sykur, ekki unninn matur og engar kornvörur (þar sem landbúnaður er aðeins um 12þús ára gamalt fyrirbæri – mannskepnan 2-300þúsund ára). Svipuð hugsun er einnig að baki t.d. LKL (LCHF) mataræðinu, Whole 30, Primal, Zone o.fl. Semsagt hreint fæði, ekki unninn matur, hóflegt magn af kolvetnum, nóg af prótínum og síðast en ekki síst góðum fitum.

Góð fita
unsalted-big
Góðar fitur hafa ótal jákvæð áhrif á heilsu okkar, sérstaklega ef kolvetnaneyslan er það lítil að staðaldri að líkaminn notar fitu sem orkugjafa. Fita sem orkugjafi brennur mun hægar og jafnar en einföld kolvetni.  Einföld kolvetni gefa mikla orku í skamman tíma og valda svo blóðsykursfalli sem kallar strax á meiri kolvetni. Sem dæmi um góða fitu má nefna kókosolíu, olífuolíu, lýsi, ghee (unnið úr smjöri) og avókadó. Einna helst eru það Omega fitusýrur sem hafa svona jákvæð áhrif bæði á heilastarfsemi, liði og líkamsstarfsemi.

Í Tíbet tíðkast það að setja smjör og salt í te (po cha), sem gefur þeim þá orku og hitaeiningar sem þeir þurfa. Þetta er gamall siður og er til í ýmsum útfærslum. Það var svo maður að nafni Dave Asprey sem kynntist þessu tei þegar hann fór í fjallgöngu í Ölpunum. Hann ákvað að setja smjörið í kaffi frekar en te og hefur svo þróað hugmyndina áfram og bætt við kókos- og pálmolíu að auki. Hann er eflaust ekki sá fyrsti til að gera þetta en sannarlega brautryðjandi í að koma þessari uppskrift á kortið.

1387390198430_CoffeeKit_BrainOctaneBox.600wBulletproof® Coffee
Kaffið, sem Dave kallar “Bulletproof Coffee” er lífrænt ræktað hágæðakaffi sem er bruggað á gamla mátan með hægri uppáhellingu eða með pressukönnu. Því er svo skellt í blandarann ásamt góðri klípu af hreinu , ósöltuðu smjöri (s.s. íslensku smjöri í grænu umbúðunum) frá beljum sem eru fóðraðar með grasi (ekki korni eins og t.d. í Bandaríkjunum), ásamt MCT olíu (virku efnin úr kókos- og pálmolíum) eða Brain Octain Oil (svipað og MCT olía nema 3x meira af virkum efnum). Þessu er hrært duglega saman í blandara og drukkið í byrjun dags með eða án morgunmat.

Það sem líkaminn uppsker er mjög orkumikill kaffidrykkur, án óæskilegra efna og stútfullur af hollum og góðum fitum, andoxunarefnum og orku. MCT eða Brain Octain olíurnar hafa mjög góð áhrif á heilann og smjörið gefur þér hægbrennandi, jafna og góða orku sem á að endast þér í 4-6 tíma. Afþví kaffið er án allra óæskilegra snefilefna fylgir því mikil vellíðan og engar aukaverkanir eins og hausverkur, pirringur eða þörf til að narta.

Rýni til gagns
Einhverjar gagnrýnisraddir hafa komið á móti Bulletproof kaffi og þá sérstaklega vegna þess að kaffið inniheldur engin kolvetni og sáralítið prótín. Hugmyndin á bakvið það er þó mjög meðvituð og er ætlað að koma líkamanum í svokallað “ketosis” sem er kolvetnasnautt ástand þar sem líkaminn þarf að nota fituforða sem orkugjafa. Bulletproof kaffi hentar því mjög vel fyrir þá sem taka lotu-föstun (intermittend fasting) sem sífellt fleiri kjósa að fylgja en verður ekki útlistað nánar hér. “Skothelt kaffi” hentar að sjálfsögðu líka mjög vel sem hluti af heilsteyptu mataræði þar sem borðuð eru kolvetni og prótín í sama máli en ávinningurinn er ekki jafn mikill.

Persónuleg reynsla undirritaðs er þó mjög góð af því að drekka Bulletproof kaffi í fyrsta mál og svo enga máltíð fyrr en 4-6 tímum síðar. Orkan er óviðjafnanleg, einbeitingin áberandi meiri og þörfin til að vera sötra kaffi allan daginn er horfin. Orkan sem kemur við að drekka Bulletproof kaffibolla er mjög jöfn strax.

Kynnið ykkur málið nánar á heimasíðu Bulletproof®
bulletproofcoffee

facebookbulletproofpic472x394

Hlusta á greinina hér: Bulletproof-kaffi

1 athugasemd

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here