Heilbrigður lífsstíll í 100 orðum (samkvæmt CrossFit)

2
602

Borðaðu kjöt og grænmeti, hnetur og fræ, ávexti í hófi, litla sterkju og engan sykur. Neyttu magns á fæðu sem miðast við hreyfingu en ekki líkamsfitu.

Æfðu og þjálfaðu mikilvægar lyftur: Réttstöðulyftur, jafnhöttun, hnébeygjur, pressur og snörun. Samtímis skaltu læra grunnæfingar fimleika; Upphífingar, dýfur, kaðlaklifur, armbeygjur, uppsetur, pressur upp í handstöðu, stökk, snúninga, teygjur og tök. Hjólaðu, hlauptu, syntu, róðu og fleira, ákaft og hratt.

Fimm til sex daga vikunnar skaltu blanda þessum grundvallaræfingum á eins marga mismunandi vegu og samsetningar og ímyndunaraflið leyfir. Rútínur eru óvinurinn. Haltu æfingunum stuttum og áköfum.

Leiktu þér og lærðu nýjar íþróttir reglulega.Inflatables

paleopyramidinnfjolhreysti

2 ATHUGASEMDIR

  1. Skrifað er “Neyttu magns á fæðu sem miðast við hreyfingu en ekki líkamsfitu.”

    Hvernig er samhengið milli hreyfingar og neyslu matvæla?

  2. Þetta er þýðing á skilgreiningum CrossFit um “World Class Fitness in 100 Words”. Enska setningin er “Keep intake to levels that will support exercise but not body fat”. Rétt athugað hjá þér, þýðingin skilar sér kannski ekki nógu vel, enskan lýsir þessu betur 🙂

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here