Prófaðu eitthvað nýtt reglulega!

0
432

Íþróttir og heilsurækt á að vera skemmtileg og ögrandi. Líkaminn okkar er með fullkomnustu sköpunarverkum þessa heims og það er synd að reyna ekki á getu hans á sem fjölbreyttastan hátt. Taktu skrefið og prófaðu eitthvað nýtt. Ef þú ert alltaf í sömu rútínunni er mjög líklegt að þú staðnir nema þú hafir einhver háleit markmið til að stefna markvisst að og um leið og þú staðnar þá dvínar áhuginn og drifkrafturinn sem kom þér þangað sem þú ert.

MIKIÐ ÚRVAL
Á Íslandi megum við þakka fyrir það hversu mikið og gott úrval ef af afþreyingu og íþróttum og verðlagið er alls ekki hátt miðað við önnur lönd. Þar að auki er oftast hægt að fá fría prufutíma í eitt eða tvö skipti í flestum tilfellum. Á Íslandi eru klúbbar og félög oftast smá í smíðum og í sumum tilfellum er jafnvel hægt að fá handleiðslu bestu þjálfara eða iðkenda landsins í tiltekinni íþrótt.

ÁSKORUN
Ef þú telur þig í nokkuð fjölhæfu formi, reyndu þá á þig. Það er meinhollt fyrir alla að upplifa spennuna sem fylgir því að prófa eitthvað nýtt, vera byrjandi og leita á ný mið. Það geta allir tekið þátt í Powerrade hlaupum, stuttum þríþrautum og fjallgöngum. Það er hægt að fá prufutíma í fullorðinsfimleikum, kraftlyftingum, jóga, klifri eða spinning. Skráðu þig í stutta þríþrautaráskorun þótt þú kunnir bara bringusund og eigir gamalt fjallahjól, prófaðu Brasilískt Jui Jitsu þótt þú hafir aldrei glímt við einn eða neinn, prófaðu spinningtíma þótt þú haldir að hóptímar séu ekki fyrir þig. Ég skora á þig!

BYRJENDAHEPPNI
Upplifðu það að vera byrjandi, það er hollt fyrir egóið og eftirminnileg reynsla. Oft er talað um “byrjendaheppni” en það er yfirleitt vegna þess að við erum ekki að gera neinar væntingar til getu okkar og erum tilbúin að prófa okkur áfram. Þegar þú hefur stundað ákveðna hreyfinu eða æfingar í langan tíma fer þér að finnast þú kunna mikið og því er líklegara að þú sért  ekki eins móttækileg/ur fyrir gangrýni og leiðréttingum. Einnig kemur líkamleg geta þín betur í ljós þegar þú reynir þig í öðrum áskorunum, til dæmis hjálpar jóga þér að ná meiri djúpvöðvastyrk og jafnvægi sem hjálpar þér að verða betri í öðrum íþróttum, til dæmis Ólympískum lyftingum og klifri.

DJÚPA LAUGIN
Prófaðu eitthvað nýtt strax í þessari viku! Hér eru nokkrar heimasíður sem gætu hjálpað þér af stað:

Hlaup
hlaup.com
hlaup.is
hhfh.is
marathon.is

Bardagaíþróttir
mjolnir.is
combat.is

Fullorðinsfimleikar
armann.is
gerpla.is

Þríþrautir
triceland.net
3sh.is
hfr.is

CrossFit
crossfitreykjavik.is
crossfithamar.is
crossfitsport.is
crossfithafnarfjordur.is

Klifur
klifurhusid.is

Vatnasport
sjosport.is
dive.is
scubaiceland.is
surf.is

Fallhlífastökk
skydive.is

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here