Ef þú vilt meiri styrkleika, meiri vöðvavöxt, skilvirkari lyftingaræfingar og vel tónaðan skrokk, þá er MAX-OT æfingakerfið sniðið fyrir þig. Æfingaáætlunin er bara 12 vikur og textinn heldur þér við efnið allan tíman.
EIN LEIÐ – BEIN LEIÐ
Þegar kemur að því að byggja upp vöðvamassa og styrk eru margar aðferðir notaðar. Það sem allt of margir falla þó í er að stökkva stöðugt milli æfingakerfa og hlusta á ráð frá of mörgum. Skilvirkasta leiðin að árangri er að halda sig við einhverja eina aðferð og fylgja henni bókstaflega. Eitt allra vinsælasta æfingakerfið til vöðvauppbyggingar á Íslandi er sennilega MAX-OT æfingaráætlunin. Hún var upphaflega skrifuð af Paul Delia, stofnanda AST Sport Science. Hann byggði kerfið upp með hámarks vöðvavöxt og styrkaukningu í huga, með mikilli rannsóknarvinnu og áralangri reynslu að baki.
12 VIKNA ÁÆTLUN
MAX-OT er 12 vikna æfingaráætlun sem samanstendur af ítarlegum upplýsingum um þjálfun, mataræði, hugarfar og uppbyggingu MAX-OT æfingakerfisins. Æfingarnar eru aldrei lengur en 45 mínútur og byggjast á fáum og þungum lyftum. Notast er við frjálsar þyngdir (handlóð og stöng, ekki tæki) eins mikið og hægt er og oftast eru 2-3 vöðvahópar teknir fyrir á hverri æfingu. Útskýrt er hvaða æfingar eru skilvirkastar til að örva vöðvavöxt, hvernig mataræðið skal vera og mikilvægi hvíldar er mjög vel útskýrt. Í hverri viku er einn kafli af lesefni og á 3-4 vikna fresti kemur nýtt æfingaprógram. Eftir þessar 12 vikur ætti notandinn að vera búinn að öðlast góðan skilning á styrktaræfingum og öðlast umtalsverðan vöðvavöxt. Þetta er eiginlega næsta skref á eftir fjarþjálfun nema þú færð allt efnið, allar upplýsingar og öll prógröm frítt!
GRÍÐARLEGA VINSÆLT
MAX-OT hefur náð gríðarlegri útbreiðslu á Íslandi, sérstaklega eftir að lesefnið var íslenskað, og má telja að um 3.000 manns hafi prófað áætlunina. Þrjár algengustu fullyrðingar þeirra sem hafa fylgt MAX-OT í 3-5 vikur eru: “Það halda allir að ég sé byrjaður á sterum”, “Núna sé ég hvað allir eru að æfa vitlaust í ræktinni” og “Afhverju vissi ég ekki af þessu fyrr”. Paul Delia, höfundur æfingakerfisins, segir meðal annars; “
MAX-OT eyðir miskilningi, kenningum og misvítandi upplýsingum, ekki fleiri óþarfa æfingar, ekki fleiri maraþon æfinga sett sem skila ekki árangri! 100% árangur, meiri styrkur og hámarks vöðva aukning.”
EINFALT VIRKAR
Það er alltaf verið að reyna finna upp hjólið og koma með nýjar aðferðir æfinga sem eiga að gera kraftaverk, það er ekki stíllinn í MAX-OT. Þar er notast við mjög einfaldar lyftingaræfingar sem hreinlega skila mestum árangri. Flestir af fremstu náttúrulegu vaxtarræktarmönnum heims (Jeff Willet, Skip La Cour, Jim Cordova…) notast við prógröm líkt og MAX-OT er, þ.e. fáar endurtekningar af þungum lyftum.
Mataræðið, skilvirkar fitubrennsluaðferðir, upphitun, hvíld og ótal margt annað er tæklað í þessari ítarlegu og góðu þjálfunaráætlun. Hver einasta endurtekning skiptir máli!!
Sjá nánar á heimasíðu AST AST-SS.com
Einnig er áhugavert að horfa á umbreytingu eins manns sem fékk handleiðslu Jeff Willet í 6 mánaða átaki sem leiddi hann frá sófadýri í engu formi yfir að keppa á vaxtarræktarmóti! Myndin heitir “I Want To Look Like That Guy”