Þegar kemur að því að lyfta hlut frá jörðu eru ótal leiðir (fleiri rangar en réttar) sem eru eins fjölbreyttar og hlutirnir eru mismunandi í lögun og þyngd. Á líkamsræktarstöðvum er tækjabúnaður yfirleitt hannaður til að auðvelt sé að meðhöndla þyngdirnar með stærð haldfangs, legum á réttum stöðum og lögun sem gott er að meðhöndla. Í aflraunum hinsvegar er sagan önnur, þar snúast áskoranirnar aðallega um að lyfta þungum hlutum með skilvirkum hætti og helst hlaupa með þá eða henda þeim líka. Þegar lögunin er óhefðbundin eru aðferðirnar óhefðbundnar og tæknin önnur.
ÖXULLYFTUR
Kraftlyftingar eiga sér langa sögu og aðferðirnar hafa breyst mikið frá árdögum. Sem dæmi þá voru lyftingastangir ekki með snúningslegum við skífuhólkinn eins og er nánast eingöngu framleitt í dag. Þar af leiðandi, þegar lóðastönginni var vippað frá jörðu og upp á brjóstkassa, þurfti að lyfta stönginni í tveimur áföngum ef lyft var mikilli þyngd. Með hefðbundnum lyftingastöngum er þetta ekki vandamál því stöngin snýst þótt lóðin geri það ekki. Einnig voru lyftingastangirnar einn hólkur sem var jafnbreiður í gegn, eða oft um 50mm (sem er innra mál á hefðbundnum lóðaskífum). Í dag eru svokallaðar öxullyftur aðallega stundaðar í aflraunum en nú er meðal annarCrossFit samfélagið einnig farið að bæta þessum lyftum í æfingar hjá sér.
Greinarhöfundur skellti sér uppí Jakaból og gerði frumraun í öxullyftum: