CrossFit hugtakalykill

0
1885

CrossFit æfingakerfið er orðið alþjóðlegt og til að eitthvað geti virkað um allan heim þarf að nota staðla, í þessu tilfelli stöðluð hugtök og heiti.

CrossFit æfingar eru mjög fjölbreyttar og samanstanda af fjölda ólíkra æfingakerfa. Til að auðvelda útskýringar á æfingum dagsins eru oft notaðar skammstafanir og styttingar ýmis konar. Þar sem æfingakerfi CrossFit er ættað frá Bandaríkjunum er notast við ensk heiti á æfingum og hugtökum. Hér að neðan eru útskýringar á nokkrum þessara styttinga og æfingaheita.

10! = Fjöldi tiltekinna æfinga  er 10, 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1

135/95 = Þyngd fyrir kk / þyngd fyrir kvk. ATH. að oft eru þyngdir gefnar út i pundum (lbs).

21-15-9 = Dæmi um uppsetningu æfingar. Þá jafngilda tölurnar fjölda endurtekninga, fyrst 21 endurtekning af öllum upptöldum æfingum, svo 15 endurtekningar af sömu æfingum og loks 9 endurtekningar.

AIR SQUAT. Hnébeygja með enga þyngd.

AMRAP = As Many Rounds As Possible. Eins margar umferðir af uppgefnum æfingum á tilteknum tíma. Dæmi: AMRAP 20′ : 5 upphífingar, 10 armbeygjur og 15 hnébeygjur. Þá framkvæmirðu eins marga hringi af 5 upph. 10 armb. og 15 hnéb. og þú nærð á 20 mínútum.

ATG = Ass To Grass. Mjög djúp hnébeygja.

BACK SQUAT. Hnébeygja þar sem þyngd er haldið fyrir aftan hnakka.

BENCHMARK = Viðmiðunaræfingar sem hafa ákveðin heiti. “GIRLS”, “HEROES” og “CROSSFIT TOTAL” eru viðmiðunaræfingar, einnig “1RM” o.fl. Dæmi: Fight Gone Bad, Filthy Fifty, Nasty Girls…

BJ = Box Jumps. Hoppa upp á kassa og niður, rétta úr mjöðmum í efstu stöðu.

BURPEES. Froskar með hoppi þar sem brjóst og læri snerta jörðu í neðstu stöðu og mjaðmir opnast í efstu stöðu með hoppi og klappi fyrir ofan höfuð.

BUTTERFLY. Upphífingar með ákveðinni sveiflu sem líkist hreyfingu sveifaráss. Gert til að ná meiri hraða en með hefðbundinni aðferð.

BW = Bodyweight. Líkamsþyngd. Stundum er sagt td. 2 x BW og er þá átt við að nota þyngd sem er tvöföld líkamsþyngd þín.

C&J = Clean & Jerk. Íslenska heitið er jafnhöttun. Ólympísk lyftingaraðferð til að lyfta lóðastöng frá jörðu og upp fyrir höfuð í tveimur áföngum.

C2B = Chest To Bar. Upphífingar þar sem brjóstkassi þarf að snerta slánna í efstu stöðu.

CHIPPER = Yfirleitt löng æfing, samansett af mismunandi æfingum sem þarf að framkvæma í ákveðinni röð og stundum með tímamörkum.

CLN = Clean. Þyngd lyft upp í brjósthæð með því að spenna líkamann upp með þyngdina og grípa hana svo við axlahæð. Fyrri hluti Ólympísku lyftingatækninnar Clean & Jerk (jafnhöttun). Einnig gert með t.d. ketilbjöllum.

CROSSFIT TOTAL =  Samanlögð þyngd af hámarks þyngd í einni endurtekningu af þremur æfingum; hnébeygju (Back Squat), axlapressu (Shoulder Press) og réttstöðulyftu (Deadlift). Allar lyftur gerðar á sömu æfingu og aðeins má reyna þrisvar við hverja lyftu.

DB = Dumbbell. Handlóð

DEATH BY… Æfing þar sem gerð er 1 endurtekning af æfingu á fyrstu mínútunni, tvær endurtekningar á 2.mínútu, 3 á 3ju mín o.s.frv. þar til þú nærð ekki að klára fjölda endurtekninga lengur.

DL = Deadlift. Réttstöðulyfta, staðið upp með þyngd sem tekin er frá jörðu.

DNF = Did Not Finish. Ef það er tímarammi á æfingunni sem þú ert að framkvæma og þú nærð ekki að klára, þá skrifar þú “DNF”.

DU = Double Unders. Tvöfalt sipp, þ.e. sippubandinu snúið tvo hringi í hverju hoppi.

FS = Front Squat. Framhnébeygja, hnébeygja með stöng ofan við brjóst.

GHD = Glute-Ham Developer. Æfingatæki sem notað er til að gera ákveðna tegund af kvið-, bak-, ham- og mjaðmaæfingu, þó aðallega í kviðæfingar.

GIRLS. Margar CrossFit æfingar heita ákveðnum nöfnum. Einn flokkur æfinga heita kvenmannsnöfnum, t.d. Fran, Annie, Lynne, Linda, Grace…

HEROES. CrossFit æfingar sem eru nefndar eftir  hermönnum, lögreglumönnum og slökkviliðsmönnum – konum og körlum sem hafa látist við störf. Dæmi:  JT, Murph, Badger..

HP CLEAN / HP SNATCH = Hang Power Clean/Snatch. Lóðastöng liggur við læri í standandi stöðu og er lyft upp á brjóstkassa (Clean) eða upp fyrir höfuð (Snatch) í einni hreyfingu.

HS = Hand Stand. Handstaða, staðið á höndum.

HSPU = Hand Stand Push Up. Handstöðuarmbeygjur, ýmist framkvæmdar með sveiflu (“kipping”) eða bara dauðar pressur.

HSQ = Hang Squat (Clean eða Snatch). Stöng lyft úr “hangandi stöðu”, þ.e. færsla þyngdar byrjar í uppréttri stöðu með þyngd frá læri og upp í læsta stöðu, hvort sem það er við axlir (Clean) eða upp fyrir höfuð (Snatch) í djúpri hnébeygjustöðu og svo er staðið upp með þyngd í upprétta stöðu.

K2E  / KTE = Knees To Elbows. Hangið er á slá og lyft búk þannig að hné snerti olnboga og rétt úr líkamanum þess á milli.

KB = Kettlebell. Notað til að lýsa ketilbjölluæfingum, t.d. KB Swing, KB Snatch o.fl.

MET-CON = Metabolic Conditioning. Úthaldsæfingar, hvort sem það er sett af æfingum sem framkvæmdar eru í röð á keyrslu eða t.d. 2000m róður á tíma.

MILITARY PRESS. Axlapressa með stöng, oftast standandi og framkvæmt án þess að beygja hnén, svokölluð “dauð pressa”. Lyft frá brjóstkassa og upp fyrir höfuð.

MU = Muscle Ups. Æfing gerð í fimleikahringjum þar sem farið er úr hangandi stöðu upp í djúpa dýfu og svo rétt úr höndum.

OH = Over Head. Æfing þar sem einhverju er haldið upp fyrir höfuð

OHS = Over Head Squat. Hnébeygja með þyngd fyrir ofan höfuð og beinar hendur

PC = Power Clean. Sama og “Clean” nema ekki er farið í fulla hnébeygju til að grípa þyngdina.

Pd / Pod. Þyngd í ketilbjöllum, 1pod = 16 kg, 2 pod = 32kg

PISTOLS. Hnébeygjur framkvæmdar á einum fæti. Hinn fóturinn má ekki snerta jörðu heldur haldið beint fram. Leyft er að halda í tær á lausa fætinum.

PJ / PUSH-JERK. Axlapressa þar sem þyngdin er drifin upp með stuttri hnébeygju og líkamanum svo þrýst niður undir stöng meðan hún er á uppleið. Tvískipt hreyfing.

PP / PUSH-PRESS. Axlapressa þar sem þyngdin er drifin upp með stuttri hnébeygju. Ein hreyfing, niður og upp.

PR = Personal Record. Persónulegt met í einhverri tiltekinni æfingu, til dæmis besti tími, mesti fjöldi eða hámarks þyngd.

PSN = Power Snatch
Rep
= Repetition = Endurtekning.

PU = Push Ups, einnig Palms Up, armbeygjur þar sem þú lyftir lófum frá jörðu í neðstu stöðu

RM = Repetition Max. Ef þú framkvæmir eina lyftu af tiltekinni æfingu með eins mikilli þyngd og þú ræður við kallast það 1RM. Getur verið hvaða fjöldi sem er; dæmi: 5RM DL, þá áttu að gera eins þunga réttstöðulyftu og þú getur lyft 5 sinnum í röð. Ef þú getur lyft oftar en 5 sinnum er þyngdin of lítil, of mikil ef þú nærð ekki 5 endurtekningum. Oft eru æfingar byggðar upp með kannski 5 umferðum af 3RM af einhverri æfingu og er þá sagt: “Deadlift 3-3-3-3-3”

Rx = Ósköluð æfing. Framkvæmt með uppgefnum æfingum þyngdum og fjölda. Ef þú klárar æfingu eins og hún er gefin upp, þá skráir þú niðurstöðurnar þínar og skrifar “Rx”

Sc = Sköluð æfing. Þyngd, fjöldi eða framkvæmd æfingar sköluð niður eftir getu. Ef þú framkvæmir uppgefna æfingu dagsins (WOD) en notar kannski léttari þyngd í einhverri æfingu þá skrifar þú niðurstöðurnar og bæti við “Sc”

SDHP = Sumo Deadlift High Pull. Æfing sem er oftast framkvæmd með lóðastöng (“barbell”) eða ketilbjöllu. Svipað og réttstöðulyfta nema fætur standa gleiðar og þú lyftir þyngdinni alveg upp að höku, þröngt grip.

SDL = Sumo Deadlift. Sama og réttstöðulyfta nema með fætur gleiðar og þrengra grip.

SNATCH. Íslenska heitið er snörun. Ólympísk lyftingaraðferð til að lyfta lóðastöng frá jörðu og upp fyrir haus í einni sveiflu.

T2B = Toes To Bar. Hangið er í slá og sparkað tám upp í slá og rétt úr líkamanum þess á milli.

TABATA = Æfing framkvæmd í 20 sekúndur án þess að stoppa, svo 10 sekúndur í hvíld, 8 umferðir.

TGU / Turkish Get-Up. Æfing þar sem þyngd er haldið með annarri hendi fyrir öfan höfuð og henni haldið þar meðan lagst er flatt í jörðina og staðið upp aftur. Oftast gert með ketilbjöllu.

THRUSTER. Framanverð hnébeygja og axlarpressa, framkvæmt í einni hreyfingu, yfirleitt með lóðastöng.

WALLBALL = Kasta bolta í vegg með hnébeygju í hverju gripi. Oftast kastað 5-10kg boltum í skotmark sem er í 3m hæð.

WO (W/O) = Workout = Æfing.

WOD = Workout Of The Day, eða bara æfing dagsins. Stundum eru gerð fleiri en ein æfing og þá er skrifað WOD1, WOD2 o.s.frv.

Eitt klassískt í lokin sem krefst engrar útskýringar:

3-2-1 BYRJA!

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here