Hvað er P90X?

0
608


P90X, eða Power 90 Extreme, er heima-æfingakerfi þróað af Tony Horton og nokkrum samstarfsaðilum hans. P90X hefur notið stigvaxandi vinsælda í Bandaríkjunum síðan það koma á markaðinn 2004 og er í dag vinsælasta heima-æfingakerfið þar og víða um heim. Æfingakerfið snýst um stöðugt breytilegar æfingar og nýjar hreyfingar sem á að koma í veg fyrir að líkaminn venjist einhverju ákveðnu álagi með tímanum og því stöðugt bættur árangur án stöðnunar. Ítarlegar upplýsingar um næringu og fæðubótarefni fylgja áætluninni og ef því er fylgt samhliða æfingunum verði árangurinn gríðarlegur á aðeins þremur mánuðum (90 dögum).
Á Íslandi er P90X að skapa sér töluverðar vinsældir og breiðist hróður þess hratt þar sem árangurinn er í flestum tilfellum mikill.

ÆFINGAR OG BÚNAÐUR
Æfingarnar krefjast nokkurra fylgihluta til að geta framkvæmt allar æfingarnar; handlóð og upphífingastöng einna helst og ekki skemmir að hafa æfingateygjur, jóga-kubba, armbeygjuhöld og dýnu. Æfingarnar byggjast upp á styrktaræfingum, þrekþjálfun, jóga, snerpuæfingar og teygjur. Í P90X er hreystipróf til að meta hvort einstaklingar séu í nógu góðu formi fyrir þjálfunina, en hún krefst þess að viðkomandi sé í sæmilegu grunnformi til að geta framkvæmt allar æfingarnar.

NÆRING
Þar sem mataræði skiptir höfuðmáli þegar verið er að stefna að bættri heilsu og betur mótuðum líkama spilar það stóran hlut í P90X kerfinu. Næringaráætluninni er þrískipt. Fyrstu 30 dagana er lögð áhersla á hátt hlutfall prótíns og lágt hlutfall kolvetna til að kenna notandanum tengsl kolvetna og orku. Þátttakendur fara því næst annan fasa sem er með talsvert hærra hlutfall af kolvetnum. Þriðji og síðasti fasinn er með “íþróttamanna” mataræði sem inniheldur enn hærra hlutfall kolvetna. Samhliða breyttu mataræði í gegnum æfingaráætlunina breytast æfingarnar og hvert prógram nær yfir 30 daga.

P90X-2
Allt frá fyrsta P90X kerfinu 2004 hafa bæst við ný 90 daga æfingakerfi með mismunandi áherslum og nú á þessu ári kom svo hið nýja P90X-2, sem er töluvert erfiðara. Það krefst eilítið meira af búnaði og er alls ekki fyrir byrjendur heldur hugsað sem næsta skref á eftir P90X kerfinu.

KOSTIR
Gott til vöðvauppbyggingar (því meiri vöðva sem þú byggir, því meiri fitu brennir þú).
Alhliða æfingakerfi með áherslu á alhliða hreysti.
Mjög fjölbreytt.
Auðskiljanleg og góð næringaráætlun.
Skalanlegur erfiðleiki með því að bæta við t.d. þyngingarvesti eða þungum æfingaboltum (Med Ball)

ÓKOSTIR
Hentar alls ekki fyrir þá sem eru í engu grunnformi.
Æfingar oft langar, stundum allt að 90 mínútur.
Tónlistin þykir ekki góð.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here