Skilgreining CrossFit á líkamlegri getu

0
332

Ef markmiðið þitt er hámarks líkamleg geta, þá þarftu að huga að öllum líkamlegum eiginleikum þínum:

Þrek / þol
Eiginleiki kerfa líkamans til að safna saman, vinna úr og flytja súrefni.

Úthald
Eiginleiki kerfa líkamans til að vinna úr, flytja, geyma og nota orku.

Styrkur
Eiginleikar vöðvahóps, eða samhæfing vöðvahópa, til að beita mætti.

Teygjanleiki
Eiginleikinn til að hámarka hreyfigetu tiltekinna liðamóta.

Afl
Eiginleiki einstaks vöðvahóps, eða samvirkni mismunandi vöðvahópa, til að beyta hámarks krafti á sem skemmstum tíma.

Hraði
Eiginleikinn til að lágmarka tímalengd umferðar af endurtekinni hreyfingu.

Samhæfing
Eiginleikinn til að sameina tvö eða fleiri hreyfimynstur í eina ákveðna hreyfingu.

Snerpa
Eiginleikinn til að lágmarka þann tíma sem tekur að breyta úr einu hreyfimunstri í annað.

Jafnvægi
Eiginleikinn til að stýra stöðu á jafnvægispunkti líkamans í samræmi við stuðningsflöt hans.

Nákvæmni
Eiginleikinn til að stjórna hreyfingu í gefna átt eða af gefnum ákafa.

Texti þessi er tekinn úr grunnfræðum CrossFit og er saminn af Greg Glassman, stofnanda CrossFit.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here