Teygjur fyrir Ólympískar lyftingar

1
677


Teygðu eftir æfingar, en passaðu þig samt, það getur stundum verið varasamt!

Flestir eru sammála um það að það sé gott að teygja eftir æfingar (þótt fæstir í raun og veru gefi sér tíma til þess). Til að flýta endurbata, losna við harðsperrur og halda liðleika er gott að teygja á vöðvunum en í  sérhæfðum styrktaræfingum eins og Ólympískum lyftingum getur verið varasamt að teygja of mikið á vissum svæðum.

TEYGJUR VIÐ UPPHITUN
Í fyrsta lagi er mikilvægt er að teygja ekki kalda vöðva til að koma í veg fyrir tognun eða mögulega slit í vöðvaþráðunum. Góð upphitun er einfaldlega að gera frístandandi hnébeygjur með hoppi, axlapressur og -sveiflur. Liðamót sem er gott að hita upp og mýkja fyrir lyftingar eru axlir, mjaðmir, hné og öklar. Einnig úlnliði, hamvöðvana (aftari læri) og þríhöfða. Teygjur fyrir ólympískar lyftingaræfingar hjálpa mikið til við æfingarnar og skal því teygja á t.d. öxlum, þríhöfðum og mjöðmum til að betri stöðum.

VARIST OF MIKLAR TEYGJUR
Þetta er aðvörun sem fæstir heyra, en þegar kemur að æfingum þar sem þú ert að eiga við mjög mikla þyngd getur verið betra upp á stöðugleika að hafa ekki of mikinn teygjanleika á viðkvæmum svæðum. Ýmsir spekingar í Ólympískum lyftingum í dag eru á þessum hugleiðingum og sérstaklega í aðdraganda móts sem þeir teygja helst ekki nema til að liðka mjaðmir, hné, ökla og axlir. Í raun ertu að teygja nógu vel með því einfaldlega að æfa snörun og jafnhöttun með stöng. Þá sleppa þeir því að teygja á mjóbaki, kvið, kálfum og hryggsúlunni til að vöðvarnir þar séu stuttir og sterkir.

Athugið að þessi pistill snýr aðallega að þörfum Ólympískra lyftinga. Teygjur eru af hinu góða en hugið að því að teygja aðallega á því svæði sem hjálpar til við þá æfingu sem þú ert að fara gera eða varst að gera. Allt of margir gera alltaf sömu teygjuæfingar sama hvað þeir voru að gera í ræktinni áður.


Skrifað með fyrirvara á því að greinarhöfundur skrifar út frá bestu vitund miðað við fengnar heimildir
. Lesandi er beðinn um að taka skrifunum með fyrirvara og afla sér heimilda á eigin spýtur og mynda sér skoðun byggða á eigin forsendum.

1 athugasemd

  1. Fínar greinar Ómar! Ég las einhvern tímann(http://www.runnersworld.com/article/0,7120,s6-241-287–7001-0,00.html) að bandaríski herinn herinn hefði gert rannsókn á teygjanleika og meiðslum og komist að því að mestu meiðslapésarnir eru þeir allra liðugustu og þeir sem eru stirðastir. Sú rannsókn byggir auðvitað meira á týpísku Army PT og hlaupum frekar en ólympískum lyftingum en ég held það sama eigi við; liðleiki er klárlega af hinu góða en ekki ganga of langt.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here