Einangrað prótín = betra prótín

0
361

Vegna mikils framboðs á fæðubótarefnum og misvísandi upplýsinga telja margir að almennt sé ekki mikill munur á ódýru prótíndufti eða dýru. Margir söluaðilar svífast einskis og markaðssetja ódýra vöru sem hágæða vöru og meiraðsegja villa til um uppruna vörunnar til að ná betur til íslenskra viðskiptavina.

Þótt ekki sé samnefnari á smásöluverði og gæðum er það þó staðreynd að vandað prótín er mun dýrara í framleiðslu en lítið unnið prótín og framleiðendur sem eru leiðandi á markaðinum eyða auk þess umtalsverðum fjármunum í rannsóknir og vöruþróun.

MEIRI GÆÐI – HRAÐARI ENDURBATI
Prótín er krítískt næringarefni sem gegnir lykilhlutverki fyrir sinar, liðbönd og vöðva. Við líkamleg átök og áreynslu rifna vöðvaþræðir upp. Líkaminn endurnýjar svo þessa vöðvaþræði og undirbýr sig fyrir sambærileg átök síðar. Vöðvar eru byggðir upp á 21 mismunandi amínósýru, sumum sem hann framleiðir sjálfur, öðrum sem hann þarf að fá úr mat (alls 9 af þessum 21). Því hraðar sem prótínið nærir og styður endurbata og vöxt á krítískum vöðvahlekkjum, því eymslaminni og jafnframt sterkari, aflmeiri og þéttari vöðvavöxt muntu ná að byggja upp. Burðir þínir til vöðvavaxtar og styrkaukningar aðeins eins góðir og næringin sem þú sérð líkamanum fyrir. Fæðir þú honum sæmilega gott prótín munt þú aðeins uppskera sæmilega góðan árangur. Þetta er ekki kenning, þetta er vísindaleg staðreynd!

MYSUPRÓTÍN
Mysuprótín kom fyrst á markaðinn fyrir íþróttafólk 1992 (frá AST – Sports Science) og allir aðrir hafa fylgt í kjölfarið. Á þeim tíma var almennt talið að eggjaprótín og mikið magn af ýmsum amínósýrum væru besta næringin með fæðubótarefnum, en rannsóknir sýndu fram á yfirburði mysuprótíns umfram annað hvað varðar upptöku og nýtingu líkamans á því. Allt frá þeim tíma hafa gæði mysuprótíns hækkað mikið og vinnsuaðferðir þróast. Nú er hægt að kaupa kaldhreinsað einangrað mysuprótín (hydrolized whey protein isolate) þar sem prótínhlekkirnir eru brotnir niður í hreinna og einangraðara prótín og mysu-peptíð. Það tryggir ekki aðeins skilvirkari upptöku líkamans á því heldur einnig hæstu mögulegu varðveislu níturs (köfnunarefna).

PRÓTÍN ER EKKI BARA PRÓTÍN
Ef þú stefnir á hámarks árangur skaltu ekki fjárfesta dýrmætum tíma þínum, metnaði og orku í árangursríkar æfingar ef þú ætlar svo að spara á mikilvægasta fæðubótarefninu sem líkaminn kallar eftir og rýra möguleika þína til vöðvauppbyggingar og styrkaukningar. Mikilvægasti tíminn til að bæta hágæða prótíni  við mataræðið er beint eftir æfingu. Ef þú leggur þig fram á æfingu skaltu líka hugsa hvað þú fóðrar líkamann með fyrir hámarks árangur.

Skrifað með fyrirvara á því að greinarhöfundur skrifar út frá bestu vitund miðað við fengnar heimildir og er hvorki efnafræðingur, næringafræðingur né lyfjafræðingur. Lesandi er beðinn um að taka skrifunum með fyrirvara og afla sér heimilda á eigin spýtur og mynda sér skoðun byggða á eigin forsendum.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here